Á netinu er kynt undir sleggjudómum og ofstæki.

Þó ég vafri ekki mikið á netinu, þá fer það ekki framhjá mér að þar er kynt undir sleggjudómum og ofstæki og það meira að segja af Agli Helgasyni á eyjan.is. Þar birtir hann sögur frá fólki sem honum eru sendar sem eru gjarnan þess eðlis að fólk hefur ákveðið sjálft að það sé að lenda í hinu og þessu slæmi. Í stað þess að taka þessar sögur inn án þess að reynt sé að finna út hvort þetta eða hitt sé staðreynd, er mikill ábyrgðarhluti. Ef sá háttur væri hins vegar hafður á að kanna eina og unnt er hvernig þessu eða hinu sé varið, þá væri það mikið til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu sem er hræddir og reiðir.

Ég skora því á EH að koma á þannig þjónustu að fólk geti lagt fram spurningar og hann leitaði svara sem hann síðan birti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður, þú getur líka tekið það að þér:)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Munurinn á mér og AH er að hann er að fá borgað fyrir að afla upplýsinga en ekki ég. Ef einhver er tilbúinn til að greiða mér fyrir þessa vinnu má skoða málið, þá er ég ekki að tala um bankastjóralaun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband