23.10.2008 | 18:59
Á netinu er kynt undir sleggjudómum og ofstæki.
Þó ég vafri ekki mikið á netinu, þá fer það ekki framhjá mér að þar er kynt undir sleggjudómum og ofstæki og það meira að segja af Agli Helgasyni á eyjan.is. Þar birtir hann sögur frá fólki sem honum eru sendar sem eru gjarnan þess eðlis að fólk hefur ákveðið sjálft að það sé að lenda í hinu og þessu slæmi. Í stað þess að taka þessar sögur inn án þess að reynt sé að finna út hvort þetta eða hitt sé staðreynd, er mikill ábyrgðarhluti. Ef sá háttur væri hins vegar hafður á að kanna eina og unnt er hvernig þessu eða hinu sé varið, þá væri það mikið til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu sem er hræddir og reiðir.
Ég skora því á EH að koma á þannig þjónustu að fólk geti lagt fram spurningar og hann leitaði svara sem hann síðan birti.
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmfríður, þú getur líka tekið það að þér:)
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:04
Munurinn á mér og AH er að hann er að fá borgað fyrir að afla upplýsinga en ekki ég. Ef einhver er tilbúinn til að greiða mér fyrir þessa vinnu má skoða málið, þá er ég ekki að tala um bankastjóralaun.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.