Æsingur og heift hjálpar okkur ekki

Ég hef undanfarna daga verið að lesa mér til á bloggsíðu Egils Helgasonar. Þar skrifar fólk um atburði síðustu vikna og lætur reiði sína í ljós með þvílíku offorsi að mér er virkilega farið að ofbjóða. Málefnaleg umræða heyrir orðið til undantekninga, en þeim mun meira sést þar af sleggjudómum í allar áttir.

Er ekki æsingurinn að verða full mikill. Það er alveg tímabært að draga andann nokkrum sinnum og slaka á. Múgæsingurinn er orðinn svo mikill og heiftin eftir því að það er beinlínis óhollt fyrir okkur sjálf að láta svona. Þetta er farið að líkjast nautaati eða einhverju þaðan af æstara. Kjaftasöguburðurinn er örugglega í fullum gangi og Gróurnar ansi margar. Við erum að tala um lifandi manneskjur, en ekki skrímsli. Þetta fólk á fjölskyldur, ættingja og vinu. Þar er ég bæði að tala um stjórnmálamennina okkar og peningamennina. Ég bið Guð að hjálpa ykkur öllum og vona innilega að þið verðið ekki fyrir álíka persónuárásum sjálf og ég hef séð hérna á síðu EH. Bloggsíður landsmanna  eru sennilega meira og minna fullar af svona skrifum, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband