17.10.2008 | 00:16
Baugur
Þarna kemur fram allt annar vinkill en haldið hefur verið að okkur hér og er það vel. Afbrot Jóns Ásgeirs hér á landi hafa sennilega ætíð verið þau ein, að hann og faðir hans fóru að keppa við fólk og fyrirtæki sem ekki mátti snerta og nutu í raun ákveðinnar verndar þeirra blokka sem höfðu um árabil skipt með sér verslun á Íslandi. Þeir feðgar hafa í gegnum mörg undanfarin ár gert afar mikið fyrir launafólk á Íslandi með því að lækka verð á matvörumarkaði. JÁJ er nú orðinn einn af stærri glæpamönnum á Íslandi og það sem verra er að það er vegna þess að hann og fleiri eiga peninga og hafa fjárfest í útlöndum.
Egill Helgason sýndi Jóni Ásgeiri fádæma dónaskap í Silfrinu á sunnudaginn var. Að mínu mati er kominn tími á að Egill Helgason slaki á, fái hvíld í sjónvarpi um stund og leiti sér hjálpar í stjórnun á reiði sinni. Sendi ég honum ábendingu þess efnis fyrr í kvöld á bloggsíðu hans, sem hann svarði um hæl með því að kalla dónaskap og lokaði síðan fyrir færslur frá mér. Margur verður sannleikanum sárreiðastur.
Stjórn HoF vill kaupa Baug út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr
Frelsisson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:01
Ábyrgð okkar allra snýst um eigin gerðir, en þá verður líka að taka tillit þess umhverfis sem viðkomandi býr í. Fjölmargir hafa lent í vanskilum án þess að vera óreiðufólk í fjármálum. Ytri aðstæður eins og verðtrygginga og vextir hafa valdið slíku. Það á líka við þá sem hafa stækkað fyrirtæki sín um of eins og hina svokölluðu "útrásarvíkinga". Þar var regluverkinu verulega ábótavant og ekki brugðist við af yfirvöldum þrátt fyrir aðvaranir, sem komu fá útrásarvíkingunum auk fjölmargra annarra. Það að gera peningamennina eina ábyrga og fara á nornaveiðar til höfuðs þeim, er veruleg einföldun málsins ásamt æpandi skorti á þekkingu og mannasiðum. Það er ekki í mínum huga nein lausn að draga þá sérstaklega til ábyrgðar, þó ég taki undir að þeir eiga sinn þátt í ástandinu. Það nægir samt ekki til að réttlæta ofsóknir á hendur þeim af hálfu almennings. Þegar ég er að tala um "afbrot" Jóns Ásgeir er ég að tala um það sem á undan er gengið í Bugsmálinu. Nútíminn er þvílíkt kaos sem ég tel vera að stórum hluta vegna rangrar stefnu stjórnvalda í gjaldeyrismálum, það er að halda svona stýft í krónuna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2008 kl. 12:35
Ég veit ekki til þess að komin sé niðurstaða í neitt af því sem er að gerast, hvort sem það er varðandi bankana eða peningamennina. Að sakfella einstaka menn er því ótímabært með öllu. Ég var að sjá á www.mbl.is að staða bankanna sé trúlega betri en ætlað var í fyrstu og er það vel. Þetta sagði Björgvin G Sigurðsson í viðtali við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttir. Launamál, kaupréttarsamningar og bónusar eru mál út af fyrir sig sem verða örugglega skoðuð og það er auðvitað alveg ljóst að þau mál voru orðin ansi "Amerísk" eins og margt annað í stjórn landsins. Þar finnst mér eins og ég hef margsagt áður að ábyrgðin sé fyrst og fremst stjórnmálamanna, en þeir setja jú leikreglurnar í þessu landi.
Og hverjir eru ábyrgir fyrir því að við erum enn með krónuna sem hefur kostað alla lántakendur í landinu ómældar fjárhæðir í formi hárra vaxta og verðtryggingar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2008 kl. 17:14
Ég tel reyndar að Evrópusambandið sé að að verulegu leiti haft fyrir rangri sök. Aðild veitir okkur aðild að ákvarðanatöku sem við höfum ekki í dag, það er með öflugt styrkjakerfi til byggða sem eru svona norðarlega, við höfum þegar tekið upp mikið af reglugerðum og tilskipunum sem hafa margar hverjar verið til mikilla bóta. Auðvitað hafa sumar verið sniðnar fyrir lönd sem liggja hvert að öðru, en það er ekkert hjónaband án hnökra. vaxtastig mundi lækka verulega, verðtrygging falla niður og öll áætlanagerð heimila og fyrirtækja mundi verða mun markvissari. Við erum aðilar að opnu atvinnusvæði en sem kunnugt er var spáð verulega illa fyrir því. Þær spár hafa ekki ræst sem betur fer. Við erum hér með öflugt og virkt lagaumhverfi á vinnumarkaði. Það mun styrkjast enn frekar ef gengið verður inn og má það nefna svokallaða ILO samþykkt sem felur í sér að vinnuveitandi verður að tilgreina gilda ástæðu fyrir uppsögn úr starfi. Hart var tekist á í Frakklandi þegar fella átti út þessa reglur gagnvart ungu fólki fyrir nokkrum árum. Það fæst heldur ekki úr því skorið nema með umsókn og aðildarviðræðum, hvaða kostir er fyrir okkur við inngöngu. Þá falla örugglega ýmsar bábiljur úr gildi, bæði hjá þeim sem eru með og á móti í dag. Þó ég sé eindreginn ESB sinni þá vil ég fá mun meiri upplýsingar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.