Hvað er skítkast og hvað eru ráð

Var að skrifa færslu á síðuna hjá Agli Helgasyni og mér varð það á að spyrja hann hvort það yrði þáttur með honum á sunnudaginn og hvort hann ætti þyrfti ekki frí. Hann væri svo taugaveiklaður og þyrfti trúlega á námskeið í reiðistjórnu.

Þetta kallar Egill Helgason skítkast um sig og henti færslunni út. Það má henda hverju sem er í alla aðra, en ekki gefa honum ráð. Ojæja, vesalings maðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Því miður sé ég þessa glósu þína sem helbert skítkast og dónaskap. Ef þú getur ekki tamið þér meiri nærgætni við fólk, þá láttu bara vera að gera athugasemdir. Skil Egil vel að hafa hent þér út með slíka rætni.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er í mínum huga því miður satt og er ekki sannleikurinn oft sagnabestur og svo er það tilfellið að sannleikanum er hver sárreiðastur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hæ Fríða.

Ég sá þáttinn á sunnudaginn og verð að segja að Jón Ásgeir stóð sig frábærlega í þættinum.  Egill var með fínan þátt, en hann var ekki í jafnvægi í viðtalinu við Jón Ásgeir.  En allt í lagi samt.

Staðreyndin er samt sú að Egill hefur staðið fyrir upplýstri umræðu um þjóðfélagsmál í mörg ár hér á landi og ég get ekki hugsað mér að missa þennan þátt úr sjónvarpinu. 

Ég get ekki tekið undir að hann eigi að taka sér frí,  en hann þarf samt að læra að stilla sig, annars hefði hann ekki hent færslunni út.! 

En haltu áfram að blogga Fríða.   Ég veit að Egill á eftir að jafna sig fljótt.

Kær kveðja.

Jóndi. 

Jón Halldór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já misjafn er smekkurinn og ég er ekki að gangrýna þennan þátt að öðru leiti. Ég var ekki að leggja til að hann hætti í sjónvarpinu heldur að honum væri veitt ákveðið aðhald hvað varðar framkomu við viðmælendur sína. Ef ég ber Silfrið saman við t.d. viðtal Sigmars í Kastljósinu við Sigurjón f.v. bankastjóra Landsbankans nú fyrir nokkrum kvöldum, þá eru það ólík viðtöl. Sigmar var krefjandi í spurningum og það er bara gott, en Sigurjón fékk að svara sem er líka gott. Það vantaði hjá Agli þegar Jón Ásgeir var kominn í stólinn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband