15.10.2008 | 23:12
Skortur á framtíðarsýn
Í því mikla moldviðri sem nú ríkir í peningamálum á Íslandi er fólgin gríðarleg óvissa um framtíðarsýn fyrir landið og þjóðina. Ég hef ekki tapað peningum nú í stormviðrinu, en ég hef áratugum saman tapað peningum á eldri óreiðu í peningastefnu stjórnvalda. Þar á við þann gríðarlega fórnarkostnað sem ég hef eins og allir aðrir íbúar þessa landa, greitt fyrir það að vera með "sjálfstæða mynt". Sé ég reið yfir einhverju þá er það að hafa eytt fé og fyrirhöfn í hlut sem ég hefði komist hjá undanfarinn einn og hálfann áratug ef stjórnvöld hefðu stigið skrefið til fulls inn í ESB þegar EES samningurinn var samþykktur. Nú er nóg komið og ég vil fá skýr svör við því hið fyrsta, hvort þessum krónudansi verður fram haldið eða við fáum hér loksins alvöru gjaldmiðil og stöðugleika. Ég er komin með uppí kok af þeim bábiljum sem andstæðingar ESB og evrunnar bera fram.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.