Velkomin heim Ingibjörg

Ég vil byrja á því að gleðjast yfir því hve vel hefur tekist til með að fjærlægja meinið í höfði þínu Ingibjörg og hvað þú ert fljót að ná bata. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hafa þig við stýrið á þjóðarskútunni, eða þjóðarskektunni eins og hún lítur út um þessar mundir. Við eigum gríðarlega möguleika í stöðunni með þeim leiðum sem þú talar um. Ég trúi því varla og tel reyndar að þeir sem tala um að segja upp EES samningum viti ekki hvað slíkt hefur í för með sér.

 Þú talar um að móðir þin hafi þusað heil ósköp yfir smámunum, en tekið á málum af festu og myndugleika þegar mikið lág við. Móðuramma mín var líka þessi týpa. Elsta dóttir hennar slasaðist mjög alvarlega þegar skothylki sprakk í hendi hennar, fingur hennar tættust af og sumir fundust úti á túni. Stúlkan kom inn til móður sinnar sem tók í skyndi hendi dóttur sinnar undir handkrika sinn, teygði sig eftir laki sem var nýkomið inn af snúrunni og vafði því um stúfinn. Hún batt fast um handlegginn, sendi einhvern af krökkunum út til að "breiða á" þakið svo hjálp bærist. Hún var ein heima með barnahópinn og beið í 6 klukkutíma eftir læknishjálp. Dóttir hennar segir að hún hafi haldir ró sinni allan þann tíma.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB eru það sem koma skal, hjá því verður ekki komist. Almenningur á Íslandi hefur búið við háa verðtryggingu árum samana og svimandi vexti undanfarin misseri, þó harðni á dalnum um stund verður það því líkur léttir að komast loks í stöðugt fjármálaumhverfi og öflugt samband margar sterkar landa að við munum á endanum ekki skilja hvernig hitt var hægt.

Að starfa með öðrum er svo sjálfsagt að mér finnst óraunhæft að hugsa um annað. Sameining sveitarfélaga hér í minni heimabyggð hefur skilað okkur verulegum árangri. Ég tók 1992 við Verkalýðsfélaginu hér í V Hún þar sem allt var í kaldakoli, fjárhagslega og félagslega. Fimm árum seinna hafði félagið rétt við peningalega, búið var að styrkja inn viði þess félagslega og það gekk til samstarfa við 3 önnur félög í Húnavatnssýslum. Það félag er öflugt með góða þjónustu og virka félagslega starfsemi og því er stjórnað af konum.

Þegar við verðum orðin virk innan ESB þá munum við finna fjárhagslegt og félagslegt öryggi og það er einmitt það sem vantar svo sárlega í dag.

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband