3.10.2008 | 16:49
Krossgötur
Við vitum oft ekki fyrr en eftir á að við höfum staðið á krossgötum í lífinu. Nú er það hins vegar svo að það fer ekki framhjá nokkrum manni sem á annað borð fylgist með þjóðmálum að við íslendingar í heild erum á virkilega afgerandi krossgötum. Stundum þurfum við áföll til að átta okkur og segjum svo á eftir, ekki hefði ég viljað missa af þessu. Ég held að það sé í raun ekki svo slæmt að svona sé komið hjá okkur, því nú neyðumst við til þess að horfast í augu við nokkrar staðreyndir með opin augum.
Við erum hluti af alþjóðapeningakerfinu og verðum það áfram. Örkrónan okkar er ekki lengur gjaldgeng og blessuð sé minning hennar. Til að taka upp aðra mynt (evru) verðum við að ganga í ESB. Við rekum núna um á björgunarfleka og höfum vistir til nokkurra vikna. Árabáturinn er sokkinn og land ekki í augsýn. Ætlum við að senda út neyðarkall og óska björgunar eða viljum við hýrast á flekanum??
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ.
Ég heyrði einn góðan í gær. Hann Höskuldur á dekkjaverkstæðinu vill láta breyta heitinu á krónunni. Hún á að heita Neðra. Þá getum við borgað í tveimur gjaldmiðlum: Í Neðra og Í Efra.
En án gamans. Það sem hefur gerst undanfarna daga er að menstu leyti afleiðing af því hvernig við höfum lifað. Viðvarandi neikvæður vöruskiptajöfnuður og skuldasöfnun hlaut að taka enda. Þess vegna féll gengið. Gengið hefur samt fallið mun meira en þessu nemur. Það umfram fall er vegna þess að í fjármálakreppunni sem er á heimsvísu eru menn hræddir við að eiga krónu. Um leið og þeir sjá að hún mun fara up, þá vilja menn krónu umfram allt annað. Það sem Seðlabankinn og Ríkisstjórnin þyrfa að gara strax er að ákveða hvernig þeir ætla að koma á jafnvægi og búa til áætlun um að koma krónunni á þann stað að evran kosti svona 120. Það þarf þjóðarsátt um að ná þessum markmiðum og ná niður verðbólgunni sem fyrst. Það þarf þjóðarátak til að við kaupum alltaf íslenskt þegar kostur er. Það þarf yfirlýsingu um að við ætlum í Evrópusambandið, ef það er hagstætt fyrir okkur, eða yfirlýsingu um einhverja aðra framtíðarsýn og lýsingu á því hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar, til lengri tíma. Við þurfum að setja peningana okkar í menntun og fjárfestingu sem skilar betra þjóðfélagi en ekki gamblaravitleysu í úrlöndum eins og þeir sem keyptu ríkisbankana leiddust út í. Þess vegan þarf betri löggjöf um bankastofnanir.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.