Burt með Davíð Oddson

Það er miklu meira en nóg komið af Davíð Oddssyni og svo var reyndar fyrir margt löngu síðan. Hann semur munnleg skilaboð til stjórnar Glitnis í skjóli aðfaranætur mánudags og boðar svo blaðamanna fund áður en tekist hefur að koma munnlegu skilaboðunum á undirritaðan pappír í bítið morguninn eftir. Síðan mætir hann á ríkistjórnarfund næsta dag og vill að mynduð sé þjóðstjórn og að KB banki og  Landsbankinn fái sömu meðferð og Glitnir. Hvað er maðurinn að hugsa, veit hann ekki í hvaða vinnu hann er, eða er farið að slá útí fyrir honum. Slík valdníðsla er svo yfirgengileg að engu tali tekur.

Krónan fellur svo hratt  að við erum helst borin saman við Zimbabe. Er kannski eitthvað líkt með Mugabe og Davíð. Þeir eru reyndar hvor af sínum kynstofni hvað varðar litarhátt, en valdasýki þeirra, hefnigirni og andúð á erlendu samstafi er þeim báðum ofarlega í huga. Þó aðstæður þjóðanna eru gjörólíkar hvað varðar marga hluti. En þar sem við stærum okkur af lýðræði, aldagömlu þjóðþingi og háu menntunarstigi þjóðarinnar. Þeim mun ótrúlegra er að einn maður geti við slíkar aðstæður haldið þjóð í þvílíkum heljargreipum að við blasir hrun í efnahagsmálum.

Krónan er ónýt og okkur vantar sterkan og stöðugan gjaldmiðil og okkur vantar aðgang að öflugu og fjölþættu fjármálakerfi sem Evrópa býr við. Þar eru margskonar sjóðir sem styrkja atvinnuvegi sem stundaðir eru á okkar breiddargráðu. Þar má nefna landbúnað, ferðaþjónustu, menntun, menningu og margt fleira.

Efnahagskreppan úti í heimi er algjörlega nægt verkefni við að fást, þó við glímum ekki á sama tíma við handónýtan gjaldmiðil, selabankastjóra með brenglaðar hugmyndir um hagsmuni þjóðarinnar og lafhrædda hjörð í forystuflokk ríkisstjórnarinnar sem hleypur undan í "rétta átt" þegar forystusauðurinn í Seðlabankanum tekur stefnuna, þó bjargbrúnin sé á næsta leiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég get ekki annað sagt en það að það er sko mikið til í þessu hjá þér.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 13:25

2 identicon

Já húnvetningar eru skynsamt fólk. Ég er farin að finna lyktina af Evrópusambandinu og ræða viðskiptaráðherra í gærkvöldi var sýr og skorinorð. Hann sagði meira á sínum fáu mínútum en Geir H H á þeim tíma sem hann hafði. Ég trúi því að við séum núna á botninum og svo sé bara að spyrna sér upp.

fridabjarna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband