Peningaáhyggjur - til hvers.

Þegar maður hlustar í fréttir dagsins af markaðnum, sem sífellt verða svakalegri, er manns eigin umfang á þeim vettvangi svo agnarsmátt og svo auðleyst að því er virðist. Hvað þýðir að gera sér rellu út af einhverju sem verður allt öðruvísi á morgun. Þó vaxtabrjálæðið sé svakalegt hér og ekkert að fá nema okurlán, þá er það víst hátíð hjá erlendu lánunum sem hafa hækkað um ca 40% að ég held það sem af er ári. Þetta minnir bara á svæsnar ýkjusögur eða bullusögur. Nú er ég að dunda mér meðan ég bíð eftir fréttum af svörtu loftum við Kalhofsveg þar sem landfeður og mæður funda með alvaldi Íslands og félögum hanns. Hvað skyldi koma gáfulegt út úr því, best að gá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einu hef ég sérstaklega tekið eftir í þessari umræðu um efnahagsmálin, en það er alltaf verið að tala um að ERLENDU lánin hafi hækkað, jú auðvitað hafa þau hækkað þau endurspegla GENGIÐ, en hvað með Íslensku VÍSITÖLUTRYGGÐU lánin það er ekkert talað um að ÞAU hafi hækkað, ég veit ekki betur en að vísitalan gegni "svipuðu" hlutverki en munurinn er sá að ERLENDU lánin lækka með hækkandi gengi en Íslensku vísitölutryggðu lánin hækka nema ef um verðhjöðnun verði að ræða, sem verður að  teljast afar ólíklegt.

Jóhann Elíasson, 29.9.2008 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband