23.9.2008 | 15:02
Þorsteinn talar skýrt
Skrif Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag, eru afar skýr og skorinorð. Hvað þarf að segja það oft svo afturhaldið í sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson í broddi fylkingar skilji að nú verður að skipta um gír.
Viðurkenna að stefna fortíðar með krónuna sem gjaldmiðil, er gjörsamlega gjaldþrota. Það brýnt fyrir okkur fólkið í landinu, brýnt fjárhagslega, heilsufarslega, félagslega og svona mætti lengi telja.
Ég kalla ráðamenn þjóðarinnar til ábyrgðar vegna fjölda örvinglaðra fjölskyldna, fársjúkra einstaklinga, brostinna hjónabanda, þjáðra barna o. s. frv. Þar á ég við afleiðingar fjármálakreppunnar sem vissulega eru enn sérstaklega slæm hér á landi fyrir hinn almenna borgara þar sem við erum með handónýta krónu.
Hefðu stjórnvöld brugðist strax við og leitað eftir aðildarviðræðum við ESB væri þó alltaf von um betri tíma í gerð fjárhagsáætlana fyrir einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Nú veit maður bara að Neagrafossar eru framundan, en ekki alveg hvenær við föllum fram af.
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta. Umræðan um aðild að Evrópusambandsaðild er áleitin og stjórnvöld þurfa að fara að kveða upp úr um hvað þau ætli að gera.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki kveðið niður gamla drauginn og fæst ekki til að stefna inn, þá þarf að kynna annan valkost til að eyða óstöðugleika í íslensku efnahagslífi.
Það er athyglisvert í þessu sambandi að sérfræðingur Financial Times segir að sterlingspundið sé of lítill gjaldmiðill fyrir efnahagskerfið í Bretlandi.
Segir það okkur eitthvað?
Jón Halldór Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 12:13
Ætli þeir eigi engan æðsta prest í Bretlandi eins og við. Ef pundið er of lítið, þá er okkar litla örkróna ekki til umræðu. Svona án gríns, þá verða ráðamenn að taka af skarið fyrr en seinna og hefja aðildarviðræður, annað er bara glæpur gagnvart þjóðinni við þessar aðstæður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2008 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.