18.9.2008 | 14:36
Framfarir í Framsókn
Öðruvísi mér áður brá og Framsókn líka. Er sá flokkur að komast til nútímans, það eru miklar og góðar fréttir. Ég er alveg hjartanlega sammála þeim að það verður að höggva á þennan peningahnút sem íslenska þjóðin er komin í. Kannski er þeirra aðferð ágæt að láta kjósa um aðildarumsókn í vor. Ég held hinsvegar að ef fram fer sem horfir þá sé það einfaldlega of seint. Alþingi þarf hið fyrsta að taka upp og samþykkja að ganga til aðildarviðræðna sem allra fyrst. Fyrirtæki og heimili á Íslandi eru í frjálsu falli fjárhagslega. Biðtíminn er á enda, nú VERÐUR að gera eitthvað og það strax.
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, miklar framfarir í Framsókn. Ég tek sko undir það.
Varðandi hópinn sem starfaði innan flokksins við að fara yfir möguleikann á upptöku Evru er það bara mjög flott starf hjá þeim.
Tillagan um aðildarumsókn sem byggist á tvöfaldri atkvæðagreiðslu um málið er ágæt líka. Það er líka stórkostlegt framfaraskref.
Þegar forsetin Íslands braut blað í Íslandssögunni á síðasta kjörtímabili og neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni, lá fyrir að lögin áttu að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu.
Um þá málsmeðferð eru skýr ákvæði í stjórnarskrá. Ríkisstjórnin lagði það á sig að fella lögin úr gildi á alþingi til að koma í veg fyrir hina lögbundnu þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki var virðingin mikil fyrir þjóðinni og stjórnarskránni þá.
En nú sýnir flokkurinn lýðræðishliðina og fyrir það er ég að hrósa honum.
Jón Halldór Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 13:14
Það eru sífellt fleiri að koma fram og gera þá kröfu að við göngum hið fyrsta til aðildarviðræðnar við Evrópusambandið. Þeir sem enn halda að við getur flotið í krónunni okkar, vaða einfaldlega í villu og svima. Um leið og sú þráhyggja veldur heimilium og fyrirtækjum í landinu miklum búsifjum
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.