15.9.2008 | 13:14
Breytingar í peningakerfi
Miklar hræringar eru nú um stundir í peningakerfum heimsins. Það er eins og einhver hafi tekið peningabox heimsins og hrist það duglega í hendi sér. Er ef til vill verið að hrista okkur jarðarbúa betur saman. Ísland er gott dæmi þar sem sífellt minnkandi hópur heldu því fram að við getum verið með okkar litlu krónu eins og ekkert hafi í skorist, í fjármálaheimi þar sem stöðugt sterkari gjaldmiðlar eru notaðir til að skapa meira jafnvægi í peningamálum. Þó tölulegar staðreyndir liggi á borðinu um hvað þessi örkróna er rándýr, þá brosa menn og segja. "Það er ekkert að hjá okkur, þetta er bara alþjóðlegt vandamál." Það sem er alvarlegast í þessum dansi er að það er lifandi fólk sem er að líða óskaplega fyrir þráhyggju krónuunnenda. Fólk er að missa vinnuna, eigur sínar, hjóna- og fjölskyldubönd rofna og fólk er jafnvel að taka líf sitt af fjárhagsáhyggjum. Hvað á að ganga langt í að halda þessum úrelta, ónothæfa gjaldmiðli. Ég bara spyr???
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.