Breytingar í peningakerfi

Miklar hræringar eru nú um stundir í peningakerfum heimsins. Það er eins og einhver hafi tekið peningabox heimsins og hrist það duglega í hendi sér. Er ef til vill verið að hrista okkur jarðarbúa betur saman. Ísland er gott dæmi þar sem sífellt minnkandi hópur heldu því fram að við getum verið með okkar litlu krónu eins og ekkert hafi  í skorist, í fjármálaheimi þar sem stöðugt sterkari gjaldmiðlar eru notaðir til að skapa meira jafnvægi í peningamálum. Þó tölulegar staðreyndir liggi á borðinu um hvað þessi örkróna er rándýr, þá brosa menn og segja. "Það er ekkert að hjá okkur, þetta er bara alþjóðlegt vandamál." Það sem er alvarlegast í þessum dansi er að það er lifandi fólk sem er að líða óskaplega fyrir þráhyggju krónuunnenda. Fólk er að missa vinnuna, eigur sínar, hjóna- og fjölskyldubönd rofna og fólk er jafnvel að taka líf sitt af fjárhagsáhyggjum. Hvað á að ganga langt í að halda þessum úrelta, ónothæfa gjaldmiðli. Ég bara spyr???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband