Forréttindi að vera Íslendingur

"Það eru forréttindi að vera Íslendingur" segir Ólafur Stefánsson handboltasnillingur. Hann hefur víða farið, mikið lesið og margt prófað.  Dagurinn í gær var engu líkur, við vorum að taka á móti afrekshóp á heimsmælikvarða og fögnuðum af heilum hug. Já af heilum hug og það er ekki á hverjum degi sem það er gert. Hugarfar þessa hóps skilaði honum þangað sem hann er kominn, að stilla saman hugi svona hóps er gríðarlegt afrek en samt vel mögulegt.

Það var frábært að fylgjast með því hvernig tekið var á móti hinum silfruðu handboltasnillingum þegar þeir komu til síns kæra heimalands. Gleðin, stoltið og fögnuðurinn skein úr hverju andliti og þeir voru undrandi og glaðir kapparnir að sjá og finna þjóðina bókstaflega faðma þá að sér við heimkomuna. Tilfinningaríkir eru þessir ungu menn og sýna það óhikað. Toppurinn var svo að sjá forsetann okkar sæma þá heiðursmerkjum og fá að fylgjast með þeirri athöfn í beinni útsendingu.

Já það eru forréttindi að vera Íslendingur og finna í hjartanu að við getum gert stór hluti á heimsmælikvarða, brotið upp allar hefðir, meðaltöl og höfðatölureglur. Svo er forsetafrúin okkar svo frábær og sýnir okkur svo vel að hún er lifandi manneskja, en ekki brúða sem hagar sér hreyfir eftir einhverri uppskrift. Hún segir með stolti. "Ísland er stórasta land í heimi" og ég tek undir það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta.

Mér fannst vel staðið að móttöku liðsins og þeir áttu sínar orður svo sannarlega skilið.

Kveðjur. 

Jón Halldór Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins fengu menn orður sem áttu það skilið hingað til hafa orðuhafa verið opinberir embættismenn, sem hafa fengið orðu fyrir að mæta í vinnuna sína.

Jóhann Elíasson, 2.9.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband