26.8.2008 | 14:46
Ný hugsun á silfurfati.
Mikið er gleðilegt að Paul Ramses skuli vera kominn heim til Íslands og fjölskylda hans sameinuð að nýju. Það er í raun afar furðulegt fyrirbæri á 21. öldinni að fólkið á jarðakringlunni geti ekki flutt óhindrað milli landa.
Hvað er svona varasamt við frjálst flæði fólks milli landa. Efnahagslegt misvægi segir einn, hernaðarlegt misvægi segi annar, trúarskoðanir segir sá þriðji, blöndun litarhátta segir sá fjórði og stjórnmálalegt misvægi segir sá fimmti. Svona má lengi telja upp ímyndaðar ástæður til að réttlæta inni eða útilokun heilla heimshluta.
Gömul hugsun hamlar svo víða framförum í heiminum og þar er enginn blettur undanskilinn. Við erum hvert og eitt að upplifa gamla hugsun í okkar nánasta umhverfi og ósýnilega og ímyndaða veggi af hennar völdum. Í hugum okkar hvers og eins eru slíkir veggir og heilu fangaklefarnir.
Handboltalandsliðið okkar færir okkur nýja hugsun á silfurfati í orðsins fyllstu merkingu. Þar eru miklir hugsuðir á ferð sem ekki láta deigan síga á hverju sem gengur. Sem trúa á sig sjálfa og segja "það sem einhver annar getur það get ég".
Eða eins og Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum sagði við mig 1966. "Svona átt þú að hugsa góða mín, það sem allir aðrir geta, það get ég líka". Hann vann í þessum sama anda og handboltalandsliðið að sjá fyrir sér sigurinn.
Um bloggið
128 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.