Ólafur F eins og forrituð brúða

Mikið fannst mér skringilegt  viðtalið við svokallaðan borgarstjóra Reykjavíkur í Kastljósinu nú í kvöld. Hann minnti helst á upptrekkta brúðu sem hafði þar að auki verið sett af stað á skökkum stað. Helga Seljan tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að fá beint svar við einni einustu spurningu. Það er vissulega mikið á sig lagt af hálfu Sjálfstæðismanna að halda völdum í borginni með þessum hætti. Vald er eitt og síðan er annað að kunna með það að fara. Það hefur mörgum brugðist bogalistin og mér sýnist að Ólafur F sé því miður í þeim hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Já, þetta var stórskemmtilegt og afar vandað viðtal. Spyrjandinn var greinilega í sínu besta formi. Þvílík snilld! Hann kann aldeilis að buffa þessa stórlaxa. Lifi RÚV!

Júlíus Valsson, 30.7.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Júlíus Valsson

(he he)

Júlíus Valsson, 30.7.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ólafur var mættur í drottningarviðtal. Þannig var það. Vonbrigði.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.8.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst raunar að Ólafur sé farinn að sýna ýmis einkenni um veikindi og væri kannski best kominn í veikindafríi. Það er bara þetta með varamanninn hans, verst að geta ekki rekið hann. Og sjálfstæðismenn eru þá á köldum klaka með sinn meiri hluta. Þetta er slæm tík þessi pólitík.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.8.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband