25.7.2008 | 20:53
Og hvað með það ??????????
Flokkun fólks er mikið til umræðu í samfélaginu þessa dagana. Hvað er við hæfi ? hefur þessi rétt á að segja skoðanir sínar ? má þessi gera þetta en ekki hinir ? o.s.frv.
Það er með ólíkindum að heyra í Agnesi Bragadóttir blaðamanni þegar hún er að tala um Árna Johnsen. Hún er sennilega að vísa í ummæli hans um lögreglu og dómskerfið í landinu. Ég var svo heppin að sá viðtalið við Árna um þessi mál og ég hreyfst af því hvernig hann nálgaðist þessi mál á hófværan og yfirvegaðan hátt. Fréttamaður reyndi ítrekað að koma dómsmáli Árna sjálfs inní umræðuna, en Árni ítrekaði það hvað eftir annað að hann væri ekki að ræða það, þó hann vísaði til þessa að hann þekkti dóms og lögreglukerfin af eigin raun. Árni á þakkir skyldar fyrir að hreyfa þessum málum, en Agnes hefur sett niður í mínum huga.
Árni gagnrýnir kerfi sem hann þekkir og hvað með það ??
Forsetinn okkar tók vel á móti vinkonu konu sinnar, borðaði með henni, bauð henni gistingu og svo fóru forsetahjónin með henni til Bandaríkjanna. Jóni Magnússyni þingmanni Frjálslyndra fannst þetta allt hinn mesti skandall af því vinkonan var með dóm vegna einhverra viðskipta í Bandaríkjunum.
Vinkonan er frá útlöndum og braut þar lög um innherjaviðskipti og hvað með það ??
Svona dæmi eru að koma inn í umræðuna á hverjum degi.
Um bloggið
290 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta hér. Sérstaklega það að Árni megi ekki tala um það sem betur mætti fara í dómskerfinu, án þess að hans eigin málum sé ekki blanað í það. Þetta er ósklöp svipað og að þingmapur éað tala um heilbrigðismál og sé þá spurður um eigin heilsu.
En blessaður kallinn hann Árni fékk uppreisn æru til að geta farið í framboð til þings á ný. Það var vinargreiði flokksbræðra hans.
Ætli Jón Magnússon hafi ekki gagnrýnt það?
Jón Halldór Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.