13.7.2008 | 01:50
Umhverfisvernd
Mikið er rætt og ritað um umhverfið og verndun þess og er það vel. En eins og alltaf þegar nýir málaflokkar koma til sögunar, þá er farið yfir strikið og öfgarnar skjóta upp kollinum. Virkjanir fallvatna og jarðgufu eru afar umhverfisvænar aðgerðir og þykir kunnátta okkar íslendinga á því sviði mikilvæg útflutningsgrein. Það þykir alveg sjálfsagt að virkja sem mest á þennan hátt í útlöndum. En þegar talað er um frekari virkjanir hér heima þá fer allt á annan endann. Það má virkja alls staðar, nema ekki í næsta nágrenni við MIG. Þegar verið er að raska landi í MÍNU NÁGRENNI, þá fer ÉG af stað og mótmæli. Við verðum endilega að hafa þann þroska að geta séð af nokkrum þúfum úr eigin túnfæti til að hjálpa heiminum að minnka mengun.
Um bloggið
290 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.