13.7.2008 | 01:36
Bandalag þjóða við Miðjarðarhaf ?
Mér fannst virkilega áhugavert að heyra um framtak Frakklandsforseta þar sem hann er að fá þjóðir við Miðjarðarhafið til að vinna saman á grundvelli viðskipta og annarra daglegra athafna venjulegs fólk. Það var kominn tími til að farið væri að tala um eitthvað annað en kjarnorkuvopn, hernaðarátök og annað slíkt á þeim vettvangi. Evrópusambandið var upphaflega stofnað sem friðsamleg vörn gegn frekari stríðsátökum milli Evrópulandanna. Þar hefur vel til tekist og æ fleiri þjóðir ganga til liðs við sambandið. Með því er líka verið að festa í sessi ýmsar reglur til verndar réttindum fólks á svæðinu. Að slík vinna kosti samningaumleitanir og mikil skoðanaskipti er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Þarna er verið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um mikilvæg mál og slíkt er ætíð mikil vinna. Lýðræðið er tímafrekt í framkvæmd en þeim tíma er vel varið. Við skulum endilega verða partur af þeirri lýðræðislegu þjóðasamsteypu sem allra fyrst.
Um bloggið
290 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.