Geir að viðurkenna vandann með krónuna

Það er gott að Geir er að átta sig á því að við þurfum "kannski" annan gjaldmiðil. Hann fór reyndar vestur og stakk uppá dollar. Þó sú hugmynd sé ekki raunhæf þá er það gleði efni að það skuli vera að rofa til. Þetta er eins og með alkann, það tekur tíma að viðurkenna vandann og síðan að viðurkenna að eina leiðin til að taka á vandanum er að hætta að nota vímugjafa. Það getur svo tekið tíma að velja aðferðina. Er það að hætta á hnefanum, fara í nokkur viðtöl eða að taka heila meðferð. Byrgið er ekki lengur í boði en það má líka skoða Krossinn eða aðra trúarhópa. 

Það er stórt skref að stíga að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart vímugjöfum og líka að viðurkenna  að  örmynt gengur ekki í alþjóðlegu nútímahagkerfi. Að Geir skuli vera búinn að láta það álit sitt í ljós að krónan sé kannski of smá eru tímamót. Nú er bara að halda áfram og taka næsta skref og undirbúa aðildarumsókn að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki kem ég auga á það, hvers vegna Geir H. Haarde telur að Dollarinn geti verið hagkvæmari gjaldmiðill en Evran, hann nefnir að þó nokkur utanríkisviðskipti okkar séu í Dollurum  en hann tekur það ekki fram  að MEIRIHLUTI utanríkisviðskipta okkar er í Evrum og Evran er mun traustari gjaldmiðill en Dollarinn.  Það virðist vera að Geir sé bara svo mikið á móti ESB og öllu sem því tengist að hann segi bara hvaða vitleysu sem er, til þess að forðast það að nefna ESB eða Evruna, og ég sem hélt að hann ætti að vinna með hagsmuni lands og þjóðar en ekki að far bara eftir eigin geðþótta.  Það er alveg rétt hjá þér Halli, að við ættum að vera búnir að kasta Íslensku krónunni fyrir löngu síðan, kostnaðurinn við að halda henni er að sliga heimilin í landinu og atvinnuvegina, sem sagt þjóðfélagið er að fara á hausinn.  Á meðan eru ráðherrarnir að spóka sig í útlöndum og eins og fyrri daginn hafa þeir ENGAR LAUSNIR á vandræðum þjóðarinnar og halda bara að allt leysist af sjálfu sér og nota bara sömu aðferðir og Strúturinn "að stinga höfðinu í sandinn".  En ég fæ ekki séð annað en hann sé bara búinn að viðurkenna lítinn hluta vandans, sem hann og flokkur hans, eiga við að etja.

Jóhann Elíasson, 1.7.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Málið er bara það að Geir sér vandann og veit ósköp vel hvaða leið er sú eina rétta fyrir okkur.  Það er bara svo mikil andstaða innan flokks hans að hann  sér að það að fresta því að taka á málinu er það eina sem hann getuir gert eins og er.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband