Heldur þú þjóðina heimska Geir Haarde

Það er ósköp og skelfing að hlusta á forsetsráðherrann okkar halda því fram að við séum betur sett utan ESB í þessum efnahafsþrengingum sem nú dynja yfir heiminn. Og hann vitnar þar í verðbólguna sem við höfum búið til sjálf. Trúir hann þessu virkilega eða er hann bara svona hræddur við flokkseigandafélagið að hann lætur sig hafa það að segja þessa vitleysu til að þóknast klíkunni. Jón Baldvin sá skarpi og hugrakki maður fer yfir málið í góðri grein í Mogganum núna um helgina. Þar útskýrir hann á mannamáli hvernig hlutirnir eru í pottinn búnir. Hvers vegna verðtryggingardraugurinn er til staðar og hvað við mundum hagnast efnahagslega á að ganga inn í ESB. Sjálfstæðismenn minna mig á dauðveikan sjúkling sem neitar meðferð af einhverjum sjúklegum ótta eða kreddum og deyr frekar en þiggja hjálp. Var það ekki banamein hins heimsþekkta skáksnillings Bobby Fisher að óttast meðferðina meira en allt annað. Það er að sjálfsögðu val hvers og eins fyrir sig að neita meðferð, en að gera það í nafni heillar þjóðar er mikill ábyrgðarhluti. 

Ég skora eindregið á alla ráðamenn þjóðarinnar að taka höndum saman, sækja um aðild og leyfa þjóðinni að meta kostina og gallana fyrr enn seinna. Það eru margir í lífshættu núna vegna þvermóðsku ákveðinna stjórnmálamanna. Það hefur margur maðurinn tekið líf sitt í fjárhagskreppu og svo eru slíkar áhyggjur eru afar heilsuspillandi, það veit ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ber það ekki vott um heimsku að þessi maður og flokkur hans fengu þá kosningu sem raunin varð, kannski er það þetta sem við verðskuldum?

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband