4.5.2008 | 23:56
Samdráttur í umsvifum ríkisins
Já það er draumur margra að draga úr umsvifum ríkisins. Þetta fer vel í munni og lítur afar vel úr á prenti, en hvernig virkar það í raun. Ef einhverjum hópi stjórnmálamanni dettur í hug að láta reka einhverja stofnun ríkisins eins og fyrirtæki, þá hrópar ævinlega annar hópur einkavæðing - einkavæðing og allt ætlar um koll að keyra. Einkarekstur er af mörgum talinn af hinu illa og sé beinasta leiðin til að mismuna þegnunum. Bandaríkin eru auðvitað ýkt dæmi um slíkt og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið þeirra. Þó ég sé ekki sérfræðingur um sjúkrahúsmálin þar vestra, þá finnst mér að tryggingakerfið þeirra eigi þar mikla sök. Þegar hluti þegnanna er ekki tryggður þá er ekki von að allir sitji við sama borð. Svo er ekki hér eða hefur ekki verið fyrr en vinnuafl fór að koma til landsins frá ríkjum sem ekki eru með tvíhliða samninga um þau mál. Þá fórum við að sjá "Bandarísk" dæmi um mismunun sem okkur eru framandi.
Þó ríkið geri samninga við einkarekin fyrirtæki um tiltekna þjónustu á það ekkert skylt við slíka mismunun. Ég tel að slíkir samningar geti ef til vill höggvið á ýmsa hnúta í heilbrigðiskerfinu sem nú eru að valda miklum vanda. Heilbrigðiskerfið í heild sinni er orðið að nokkurs konar ríki í ríkinu og svo er trúlaga með fleiri þætti í okkar ríkisrekna kerfi. Hvernig við nálgumst uppbrot að þeim kerfum eru ekki allir sammála um.
Ég hallast æ meira að því að færa sveitarfélögum margskonar slíka þjónustu. Sameining sveitarfélaga með skipulegum hætti og með lagasetningu er kannski hörð aðgerð, en til þess að ná árangri í því sviði þarf hörku og þá er lagasetning trúlega vænlegasta leiðin. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir öllum þrákálfunum sem einblína á einhverja fortíðardrauma sem ekki eiga lengur við. Ef sveitarfélögin eru öll yfir tiltekinni lágmarksstærð hvað varðar íbúafjölda svo sem 2.000 manns, þá breytist margt og mikil hagræðing mundi nást ásamt aukinni þjónustu.
Um bloggið
289 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum hafa það í huga að það er ekki það sama "rekstur ráðuneytanna" og "umsvif ríkisins", þessu tvennu á ekki að rugla saman, það er óumdeilt að mikið er hægt að hagræða í rekstri ráðuneytanna án þess að það komi niður á umsvifum ríkisins.
Jóhann Elíasson, 6.5.2008 kl. 10:46
Ég tel reyndar að ríkið eigi með markvissum hætti að draga sig út úr ýmiskonar rekstri og fela hann einkaaðilum, þó svo borgað sé af ríkinu fyrir þjónustuna. Ef aðhaldið er meira og hagkvæmin látin lækka kostnað, er nokkuð víst að betur verður farið með fé okkar allra. Auðvitað þarf lagaramma utan um slíka starfsemi og að vel sé fylgst með þjónustustiginu. Heilbrigðiskerfið er gott dæmi um málaflokk sem þarf að brjóta upp með rekstri einkaaðila. Innan þess kerfis er smákóngaveldið orðið ansi mikið. Það skín að mínu áliti vel í gegn í allri þeirri umræðu sem verið hefur um LSP undanfarin misseri.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.5.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.