Málefni aldraðra

Ég er svo heppin að á mínum heimaslóðum er öldrunarstofnun þar sem nær eingöngu eru eins manns herbergi með sér snyrtingu og sturtu. Þar eru líka nokkur rými ætluð sambýlisfólki. Þessi herbergi eru öll á jarðhæð og þar í kring er garður að hluta. Göngustígur er umhverfis húsið með bekkjum til að sitja á með hæfilegu millibili. Sunnan megin er góð stétt með limgerði í kring. Þar eru garðhúsgögn og þar sitja heimilismenn í góðu yfirlæti. Á efri hæð öldrunarstofnunar er sjúkradeild þar sem fólk fær alla þá ummönnun sem við á hverju sinni.

Í næsta nágrenni er tveggja hæða hús með litlum, fallegum og vistlegum íbúðum til leigu á vægu verði fyrir einstaklinga og sambýlisfólk. Í því húsi er lyfta svo allir komist leiðar sinnar. Félagslíf eldri borgar í minni heimabyggð er mjög gott og mikið við að vera á fjölmörgum sviðum

Ég veit vel að ekki eru íbúar í öllum byggðarlögum svona heppnir, en í minni heimasveit Húnaþingi vestra eru þessi mál sem betur fer í góðu horfi. Auðvitað viljum við alltaf gera enn betur og það sem okkur hér vantar helst eru hentugar íbúðir á einni hæð fyrir fólk sem vill minnka við sig eftir barnauppeldi og svoleiðis. Ég fékk í vetur í hendur teikningu að hentugu parhúsi sem skipt er með bílskúrum. Byggt hefur verið eftir þessari teikningum á nokkrum stöðum út á landi og gefist vel. Það er stofnaður félagskapur um byggingu og rekstur á hverjum stað. Ég á eftir að kynna mér þá hlið málsins betur og get því ekki sagt nægilega vel frá. Þetta er eitthvað svipað Búseta en þó ekki eins. Minn draumur er að koma svona félagskap á laggirnar hér og byggja svona hús ef markaður er fyrir hendi. Segi betur frá því síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, ég tek undir að það er ágætlega staðið að þjónustu við aldraða á Hvammstanga og á sjúkrahúsinu er alveg frábært fólk.

Húsnæðiskerfið á Íslandi er bara frumstætt, ef miðað er við löndin í kringum okkur.

Það á að vera hægt að eiga öruggt heimili án þess að vera í skuldaklafa og vaxta og verðbóta kreppu.

Þetta er mín skoðun.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var að vinna á Sjúkrahúsinu þegar verið var að breyta húsinu og mér finnst vel hafa tekist til með hönnun húss og lóðar. Varðandi starfsmenn þá er hlutfall menntaðra starfsmanna hátt þar sem margar konur með langann starfsaldur hafa farið í sjúkraliðanám nú síðustu árin. Hjúkrunarfræðingar eru nægir við stofnunina og við erum heppin með lækna. Þjónusta við eldri borgar úti í "bæ" er líka góð og dagvistun nú síðustu árin hefur breytt miklu fyrir þá sem hana hafa notað.

Húsnæðiskerfið sjálft er gott að mörgu leiti, en það eru fyrst og fremst lánskjörin sem eru ótæk. Á það auðvitað við um alla notendur lánsfjár á Íslandi sem neyðast til að taka lán í innlendri mynt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.5.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband