Aðgerðir ríkisstjórnar

Mikið hefur verið talað um aðgerðarleysi núverandi ríkisstjórnar í fjármálakreppunni undanfarnar vikur. Hvaða aðgerðir er verið að biðja um. Ríkisstjórnin ræður ekki vöxtum eða gengi eins og var fyrir nokkrum árum. Ekki getur hún hlutast til um málefni bankanna með beinum hætti eins og áður var. Ekki getur hún handstýrt verðlagi eins og gert var til skamms tíma.

Hún getur hins vegar kallað sama forystufólk helstu heildarsamtaka í íslensku þjóðfélagi og óskað eftir samstilltum aðgerðum til að hamla verhækkunum eins og mögulegt er. Freystað þess að ná fram þjóðarsátt um samstillt  átak. Og það er stjórnin að gera eins og frá hefur verið sagt nú í vikunni. Ríkistjórnin getur líka komið með frekari aðgerðir til kjarajöfnunar til viðbótar því sem þegar hefur verið gert. Svo getur hún lagt til lagabreytingar varðandi stjórntæki Seðlabankans sem margir telja að gagnist lítt eða ekkert. Hún getur breytt lögum um ýmiskonar aukakostnað almennings eins og að afnema stimpilgjöld, seðilgjöld og fleira. Slíkar aðgerðir eru í undirbúningi og er það vel.

Ríkistjórn og alþingi marka stefnu okkar til framtíðar og þar er nauðsynlegt að skoða með markvissum og upplýstum hætti kosti og galla  Evrópusamstarfs og aðildar að ESB.  Þar liggja okkar framtíðarmöguleikar og þá er nauðsyn að skoða hið fyrsta af fullri alvöru og án fordóma.

Gömul hugsun gærdagsins getur reynst okkur fjötur um fót og sett okkur til hliðar í alþjóðlegu samstarfi. Við höfum talað um rétt annarra þjóða til mikilla og góðra samskipta við umheiminn. Mannréttindi eru okkur hugleikin. Það eru mannréttindi að ekki sé stundað okur í þjóðfélaginu. Að slíkt sé gert í skjóli stjórnvalda með valdaframsali til stjórnar Seðlabanka er fremur vafasöm stjórnvaldsaðgerð. Við eigum rétt á því íslendingar að njóta sanngjarnra kjara þegar við leigjum okkur fjármagn til eigin nota eða til fyrirtækja okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þig vantar nokkur atriði, sem marg oft er búið að tala um þá koma nokkur hér:  Draga úr útþenslunni í opinberumrekstri, gera það aðlaðandi fyrir almenning að spara og draga þannig úr viðskiptahallanum við útlönd, auka framkvæmdir hins opinbera....  Svona mætti lengi telja en hefur óskaplega lítinn tilgang þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru sjaldan á landinu og virðast hafa afar "takmarkaðan" áhuga á því hvað er að gerast hér á landi.

Jóhann Elíasson, 4.5.2008 kl. 12:04

2 identicon

Ef ég á að svara þessari spurningu Fríða mín þá væri það að búa almennilega að öldruðum ekki hrúga þeim inn á stofnanir þar sem þurfa kannski að vera í litlu rými 32-33 manneskjur, sem deila litlu herbergi með einum eða tveimur öðrum og einu baði fyrir allt þetta fólk. Það ætti að minnsta kosti að vera val um það hvort fólk vill vera eitt eða með öðrum í stofu.

Helst myndi ég vilja sjá svona einnar hæðar hús þar sem hver og einn fengi rúmgott herbergi með klósetti og sturtu  sem hann/hún sæti ein að, góðum garði og fallegum glergróðurskálum sem hægt væri að sitja í og hafa það notalegt. Þarna ætti að huga að tómstundum og útivist jafnvel að hafa eitthvað dýr svo sem hund eða kött.  Þarna er ég að tala um vistarverur fyrir fólk sem ennþá er vel rólfært. Mér finnst líka til skammar að við skulum bjóða eldriborgurum upp á það að meirihluti þeirra sem sinnir þeim skuli vera útlendingar sem skilja ekki og tala ekki íslensku. Ég hef ekkert á móti útlendu fólki en það þarf að skilja hvað gamla fólkið er að biðja um  það þarf líka að skilja aðeins þann heim sem þetta fólk hefur búið við.  Ég held að þetta hafi eingöngu með launamálin að gera ef þessi störf væru betur borguð þá myndi fólk sem er hæft til þess að sinna þessu starfi sækjast eftir því. 

Ég myndi líka vilja sjá betur búið að endurhæfingunni en sú hliðin í heilbrigðiskerfinu er í algjöru svelti, tæki s.s brautir í loftin, sjónvörp, vídeo, útvörp og meira að segja dýnur og rúm eru gefin af góðviljuðum félagasamtökum. Ég gæti haldið miklu lengri tölu um þetta en látum þetta nægja í bili ég verð alltof æst þegar ég tala um þessi mál.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Jónína Þorbjörg

Ég er svo heppin að búa þar sem er öldrunarstofnun þar sem fólk hefur eins manns herbergi með sér snyrtingu með sturtu. Þar eru líka nokkur rýni ætluð sambýlisfólki. Þessi herbergi eru öll á jarðhæð og þar í kring er garður að hluta. Göngustígur er umhverfis húsið með bekkum til að sitja á með hæfilegu millibili. Sunan megin eg góð stétt með limgerði í kring. Þar eru garðhúsgögn og þar sitja heimilismenn í góðu yfirlæti. Í næsta nágrenni er hús með litlum, fallegum og vistlegum íbúðum til leigu á vægu verði fyrir einstaklinga og sambýlisfólk. Í því húsi er lyfta svo allir komist leiðar sinnar. Félagslíf eldri borgar í minni heimabyggð er mjög gott og mikið við að vera á fjölmörgum sviðum

Ég veit vel að ekki eru íbúar í öllum byggðarlögum svona heppnir, en í minni heimasveit Húnaþingi vestra eru þessi mál sem betur fer í góðu horfi. Auðvitað viljum við alltaf gera enn betur og það sem okkur hér vantar helst eru hentugar íbúðir á einni hæð fyrir fólk sem vill minnka við sig eftir barnauppeldi og svoleiðis. Ég fékk í vetur í hendur teikningu að hentugu parhúsi sem skipt er með bílskúrum. Það hefur verið byggt eftir þessari teikningum á nokkrum stöðum út á landi og gefist vel. Það er stofnaður félagskapur um byggingu og rekstur á hverjum stað. Ég á eftir að kynna mér þá hlið málsins betur og get því ekki sagt nægilega vel frá. Þetta er eitthvað svipað Búseta en þó ekki eins. Minn draumur er að koma svona félagskap á laggirnar hér og byggja svona hús ef markaður er fyrir hendi. Segi þér betur frá því síðar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.5.2008 kl. 23:18

4 identicon

Til hamingju með það að þið skulið búa svona vel að öldruðum, ég vildi svo sannarlega sjá þetta á fleiri stöðum. Aðstaðan í Stykkishólmi er t.d. sú að foreldrar mínir eru á dvalarheimili þar sem þau hafa ágæta íbúð tengda heimilinu en það sem bíður þeirra þegar þau opna hurðina sem snýr eiginlega í norðvestur það er gatan bara gatan og allt í kringum þetta dvalarheimili eru götur enginn garður ekkert tré enginn gróður, það er reyndar smá skot austan vert við húsið með einum gömlum trébekk og einum eða tveimur stólum.  Þessi bygging stendur mjög hátt það er gott útsýni ekki vantar það en þar kemur í staðinn að allar leiðir frá og að heimilinu hafa stórar og langar brekkur sem eru erfiðar fyrir eldra fólk að ganga sérstaklega í hálku eru eiginlega bara stór hættulegt. Herbergin þarna eru líka afskaplega lítil allavega þau sem eru í eldri byggingunni.

Ég hef reyndar þann grun að það sé langverst búið að öldruðum í Reykjavík, ég vildi allavega ekki verða gamalmenni í Reykjavík svo mikið er víst. Ég vann sem nemi á Sólvangi í Hafnarfirði og ég get bara sagt það að ég fékk ekki vægt sjokk þegar ég byrjaði þar, þó var ekki orðið svona mikið af útlendingum í vinnu eins og er núna. En þeir útlendingar sem voru að vinna þá misskildu oft gamla fólkið, en það var svo sem ekki það versta við staðinn.  Fólki var t.d.  troðið saman í herbergjum þrjú rúm hlið við hlíð þar sem varla var hægt að komast á milli rúma, ég gleymi því aldrei enda var þetta gert að umtalsefni í einni sjónvarpsstöðinni eitthvert árið. Eflaust hefur þetta eitthvað breyst en það er  heldur ekki sniðugt að vera með svona margt fólk á einni deild eins og er oft á þessum stöðum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband