Bílstjóramálið

Mótmæli vörubílstjóra undanfarið hafa valdið ýmsum vandræðum fyrir ólíklegustu hópa samfélagsins. Fyrst má telja stjórnmálamenn sem hafa neyðst til að hlusta á hóp úr grasrót samfélagsins sem talar nú upphátt um vanda sem á honum brennur. Hátt verðlag á eldsneyti, háa skatta á eldsneyti, háa vexti, reglugerð um hvíldartíma sem eru á skjön við íslenskar aðstæður, sektagleði lögreglunnar vegna reglugerðarinnar og svo framvegis.

Svo eru það auðvitað allir þeir vegfarendur sem ekki hafa komist leiðar sinnar á þeim leiðum sem tepptar hafa verið. Ráðherra sem þurftu að ganga í vinnuna. Ráðherrabílstjórar sem lögðu ólöglega í beinni útsendingu. Fréttamann sem var svo óheppinn að missa kaldhæðin brandara inn á netið þar sem ekki var beðið boðanna með aftöku í rituðu máli.

Það hljóp líka heldur betur á snærið hjá lögreglunni að geta æft sig með plastskildina og piparúðann. Og þá var sko ekkert gefið eftir og látið vaða á allt og alla. Einhvernvegin hélt ég að svona úði og önnur úrræði  lögreglunnar væru notuð í nauðvörn gegn ofbeldi þar sem mikil hætta væri á ferðum. Þar sem ég sá umrædda atburði aðeins í sjónvarpi getur verið að ég hafi ekki skynjað "hættuna" nægilega sterkt. Hún var að minnsta kosti ekki yfirþyrmandi.

Þetta minnti mig á Húnavökuball fyrir rúmum 40 árum á Blönduósi. Það var ný "balllögga" að taka fyrstu vaktina og nú átti að taka ákveðinn gaur úr umferð. Mikil "aðgerð" var hafin á dansgólfinu og stefndi í myndarleg hópslagsmál. Þá kemur "lögga" með reynslu (mikill rólyndismaður) og leggur hönd á öxl óróaseggsins og segir með hægð, "Komdu aðeins með mér útfyrir góði". Þar með var allur vindur úr slagnum sem leystist upp í einni svipan. Nýja balllöggan missti þarna "gullið tækifæri" til að beita öllum handtökuaðferðunum og áhorfendur stóðu eftir eins og sneyptir hundar.

Í "bílstjóraslaginn" vantaði svona róleg og mannleg viðbrögð hjá lögreglunni en "gasið" var þess í stað látið vaða með tilheyrandi látum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Auðvitað er rólega og mannlega leiðin sterkasta vopnið í svona deilum.

Tek undir að kannski var löggan of "herská" í viðbrögðum.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínum dómi fannst mér mótmæli "bílstjóranna" ekki alveg beinast að "réttum" aðilum, það hefði frekar átt að trufla ferðir ráðherranna til og frá Leifsstöð og jafnvel að stöðva alveg för þeirra þegar henni var heitið eitthvað annað,  frekar en að hægja á almenningi.  Kannski viðbrögðin hefðu þá orðið önnur og árangurinn annar?

Jóhann Elíasson, 28.4.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

"Réttir aðilar" eru sjaldan til í svona málum og erfitt að velja úr í þeim efnum. Bílstjórarnir hafa gert sín mistök í þessu mótmælaferli, en það réttlætir ekki að mínum dómi þann mikla atgang sem átti sér stað af hálfu lögreglunnar í Norðlingaholtinu. Við erum herlaus þjóð og okkur passa ekki þessi ameríkuviðbrögð sem þarna voru á ferðinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband