Stjórnarsáttmálinn opinn fyrir aðildarviðræðum

Geir Haarde hefur  margsagt að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Það hefur með góðum vilja mátt skilja orð hans svo að um slíkt sé bókun í stjórnarsáttmálanum. Mikið var því gott að heyra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir lýsa því yfir að hvorki sé ákvæði í sáttmálum um að ganga til aðildarviðræðna né að ganga ekki til aðildarviðræðna og í Evrópusambandið.

Ég tel að ekki sé eftir neinu að bíða og hefja þennan feril nú þegar. Taka á málið upp á Alþingi Íslendinga og í framhaldi af því að hefja formlegar viðræður við Evrópusambandið til undirbúnings aðild. Þá munu hinir raunverulegu valkostir koma í ljós og fólkið í landinu fengi upplýsingar úr nútímanum. Þjóðin bíður eftir aðgerðum og upplýsingum, margar spurningar um aðild brenna á vörum og þeim verður að svara og það sem fyrst.

Þeir sem hæst tala gegn aðild eru trúlega með eldri upplýsingar í bland við nýjar og taka þá fyrst og fremst það sem hentar best hverju sinni. Við erum búin að fá nóg af försum um aðild eða ekki aðild. Látum reyna  á viðræður og fáum raunveruleg svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum ekkert að gera í Evrópusambandið.  Sjáiði ekki að við yrðum aðeins smá peð á á jaðrinum, sem mundu engu ráða.  Við mundum engu ráða í efnahagamálum og atkvæði á evrópuþingi yrði innan við 1 prósent. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú "ráðum" við efnahagsmálunum og hvernig standa þau? Því miður Ólafur, þá er þessi fullyrðing þín ekki studd neinum rökum í nútíma alþjóða peningaumhverfi. Krónan okkar er svo smá að við getum eigu ráðið með hennar tilvist lengur. Innan Evrópusambandsins er notaður sterkur gjaldmiðill og það sem meira er við hefðum þar aðgang að margskonar sjóðum sem mundu nýtast vel til að byggja upp nýjar greinar atvinnulífinu. Veiðimannasamfélagið er ekki langur allsráðandi á Íslandi, tími þess er liðinn sem aðalburðarásinn í í þjóðfélaginu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.4.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ólafur, kannski þú og fleiri haldi að við höfum einhver áhrif á EES, en málið er það að "valdaafsalið" var engu minna við EES-samninginn en það yrði við gerð ESB-aðildar, en hvernig sem á því stóð var ekkert talað um að sá samningur (EES-samningurinn) bryti í bága við stjórnarskrána, en það er ekkert vafamál að "valdaafsalið" var það mikið að breytinga á stjórnarskránni var þörf.  Krónan okkar "þolir ekki" það alþjóðlega umhverfi, sem hún hrærist í, ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki burði til þess að stjórna efnahagslífinu hér á landi svo viðunandi sé.  Andstæðingar ESB aðildar hamra alltaf á því að við glötum yfirráðum yfir þeirri auðlind sem fiskimiðin eru, en ég spyr á móti: Hvaða yfirráðum?  Það er þegar búið að afhenda fámennri klíku innan LÍÚ aðganginn að fiskimiðunum og er mér nokkuð sama hvor á kvótann Þorsteinn Már eða John Smith.

Jóhann Elíasson, 28.4.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta með valdaafsalið er orðin kilsja sem mér finnst vera nokkuð slitin. Mér finnst betra að tala um samráð í málum eins og varðandi stjórn Evrópu. Við komumst ekki að því samráði nú, en með inngöngu erum við þó komin að borðinu. Við erum þjóð með gríðarlega tækniþekkingu og afar framsýn í mörgum málaflokkum. Ég efast ekki um að rödd okkar mun heyrast við þetta borð og á hana verður hlustað. Fiskimiðin okkar eru ekki lengur sá stóri stólpi í okkar þjóðarbúi og þar eru margir nýir að bætast við og svo verður áfram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.4.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Valdaafsalið er ekki klisja, þú verður að lesa stjórnarskrána og EES samninginn og lög og reglur ESB en þá ætti samhengið að vera ljóst.

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband