Óttinn

Sá hræðsluáróður sem rekinn er nú um stundir er afskaplega skaðlegur fyrir fólkið í landinu. Það er hinsvegar afskaplega mikilvægt að láta hann ekki ná tökum á sér og menga hugann. Það er hugur okkar, hugur minn og þinn sem skapar framtíð mína og þína. Peningar eru núna aðalumræðuefnið og það væri sko í lagi ef ekki væri sífellt talað um skort á peningum.

Það er nóg til af orku í alheiminum og peningar eru ekkert annað en ein tegund orku. Fyrir 20 árum í óðaverðbólgu 9. áratugarins fór ég í gegnum gjaldþrot. Það var mjög merkileg reynsla að mörgu leiti og eitt það merkilegasta sem ég heyrði á þeirri leið var setning sem Jón Ísberg þáverandi sýslumaður Húnvetninga sagði við mig þegar ferlið var að fara af stað. Hann sagði; "Mundu eitt Hólmfríður mín, þetta eru BARA peningar".

Þarna kom hann að kjarna málsins, enda vitur og lífsreyndur maður Jón Ísberg. Þessi setning hefur æ síðan fylgt mér og ég er að skilja hana betur og betur með hverjum deginum sem líður. Peningar eru okkur nauðsynlegir og þeir eru hreyfiafl hlutanna.  Það eru þó ekki þeir sem stjórna, heldur þinn eigin hugur. Hann ræður ætíð för og skapar þér lífskjör og líðan.

Ef óttinn fangar hugann er þér voðinn vís. Þá geta peningar ekki læknað eða bætt ástandið. Gerum óttann útlægann úr huganum og tökum kjarkinn, bjartsýnina og gleðina inn, ásamt öllum hinum jákvæðu tilfinningunum sem til eru. Þá geta peningarir ekki stjórnað þér lengur, þá stjórnar þú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

innlitskvitt Fríða mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 17:20

2 identicon

Mikið er ég sammála þér með óttann það skiptir miklu máli að fara ekki inn í þann hræðsluáróður sem núna er í gangi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband