Tímamót

Ég upplifi nú mikil vatnaskil í lífi okkar Íslendinga. Við stöndum frammi fyrir þeim nakta sannleika að við getum ekki bæði verið á fullu í alþjóðasamfélaginu og jafnframt staðið fyrir utan. Við sem lifum á jörðinni,  erum ein stór fjölskylda og það er okkar gæfa því fyrr sem við tileinkum okkur þann sannleika.  Við hér á Íslandi sækjumst eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna sem er frábært. Við erum aðilar að Sameinuðu Þjóðunum sem er frábært. Við erum aðilar að NATO sem er frábært. Við erum aðilar að EES samningnum sem er frábært. Við erum með sendiherra út um allan heim sem er frábært. Við erum með gríðarleg samskipti við aðra íbúa jarðarinnar í gegnum internetið sem er frábært.

Það er þó eitt sem passar ekki í þessa alþjóðlegu mynd af okkur og það er að við skulum vera að burðast með okkar eigin gjaldmiðil og að við skulum enn halda landinu lokuðu fyrir samkeppni á alþjóðlegum lánamarkaði. Þá er ég að tala um hina almennu borgara sem búa við einokum á útlánum frá peningastofnunum sem eru þó að keppa á alþjóðlegum peningamarkaði og sækja þar fram með miklum myndarskap. Hvernig getur þetta verið að gerast á 21 öldinni þegar frelsið er orðið svo mikið. Okkur er beinlínis haldið í herkví okurs og einokunar. Okkur er haldið frá því að taka þátt í margskonar jöfnunarkerfi sem Evrópuríki hafa verið að þróa innan Evrópusambandsins á undanförnum áratugum. Landbúnaðurinn á Íslandi mundi trúlaga flokkast sem búskapur á harðbýlum svæðum og njóta styrkja sem slíkur.

Sem betur fer erum við með hverjum deginum að fræðast betur og betur um raunverulega hluti í sambandi við aðild að sambandinu. Nú síðast sagði varaforseti sambandsins okkur að aðildarviðræður gætu tekið fáeina mánuði, en ekki mörg ár. Hvað er að óttast, þær grýlur sem veifað hefur verið framan í þjóðina eru svo úreltar og ónýtar að það hálfa væri nóg.

Komum okkur til nútímans, hefjum aðildarviðræður strax með alla hluti uppi á borði, tökum skref inn í framtíðina og hættum að hanga í fortíðinni, hún er liðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég veit bara ekki af hverju fólk sér ekki hvað þetta skiptir miklu máli. +

Dæmi:  Til að mynda ef samið er um 7 prósent launahækkun á morgun.  Þá fellur gengið um sjö prósent hinn daginn allt hækkar um sjö prósent og við erum enn með sömu launin.°

Annað sem mér datt í hug í tilefni dagsins:  Þessir ágætu bílstjórar sem eru að mótmæla háu eldsneytisverði núna, hverju eru þeir að mótmæla? Jú, háu eldsneytisverði!  En af hverju stafa hækkanir á eldsneytisverði?  Jú af hækkunum á heimsmarkaðsverði og einnig af lækkun á gengi krónunnar.  Það sem vekur gremju bílstjóra er sennilega veik staða íslensku krónunnar. Ég er á þeirri skoðaun að þessi mótmæli hefðu aldrei komið til, ef við værum með evru!

Þannig er nú það.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband