Áætlanir í viðskiptum

Viðskiptaáætlanir eru markviss tæki til að skapa stefnu í rekstri fyrirtækja. Áætlanir sem eru uppsettar með þeim hætti að gert er ráð fyrir stöðugleika í rekstrarumhverfi. Orðið stöðugleiki merkir í mínum huga að gert er ráð fyrir að ákveðnir grunnþættir eins og vextir, gengi gjaldmiðla, vísitölur og önnur slík stjórntæki, sveiflast mjög lítið. Þá er gert ráð fyrir að ávöxtun fjármagns og fjárfestinga sé einnig nokkuð jöfn og stöðug. Þetta er eitthvað sem við íslendingar erum ekki vön og mörg okkar erum ekki nægilega meðvituð um gildi slíkra þátta.

Við erum alltof vön því að efnahagsmálin okkar sveiflast eins og þvottur á snúru og teljum að slíkt sé bara allt í lagi, eða svo var í það minnsta fram undir þennan dag. Það gerðist svo eftir að við urðum aðilar að EES samningnum að ýmsir hlutir fóru að vera stöðugri og vextir hjá okkur fóru að nálgast það sem gerðist í nágrenninu. Okkur þótti þetta auðvitað frábært og héldum að nú væri allt í himnalagi.

Við erum þjóð mikilla framkvæmda og mjög stórhuga sem er frábært. Við erum líka land margra smákónga sem ekki þola að "völd" þeirra séu skert. Smákóngarnir töldu okkur hinum trú um að "sjálfstæði" okkar væri ógnað og að við ættum alls ekki að ganga í eina sæng með öðrum Evrópuþjóðum, heldur að halda okkar striki í opnu peningakerfi heimsins. Og nú fór aftur allt á flug, krónan okkar hækkaði og hækkaði, hagvöxturinn náði stjarnfræðilegum hæðum á ákveðnum landsvæðum og allt í bullandi gróða.

Þá gerðist það að vestur í Bandaríkjunum í "landi tækifæranna" að hugvitsömum bröskurum datt í hug að lána fólki með takmarkaða kaupgetu peninga til húsnæðiskaupa á okurvöxtum. Þetta hefði kannski "reddast" í okkar veiðimannaþjóðfélagi sem við höfum búið í undanfarna áratugi, en ekki í henni Ameríku. Þó þessi aðferð hefði átt að sýnast varasöm frá upphafi, þá voru nógu margir "áhættufjárfestar" tilbúnir í slaginn og blaðran stækkaði.

Þar kom svo að hún sprakk með hvelli og miklu bölsýnisvæli. Okkar peningaspekúlantar sem allt vissu best hækkuðu þá bara vextina á okkar litla markaði upp úr öllu valdi til að þvinga okkur til að herða ólina. Hvernig dettur mönnum í hug að bæta olíu á eld sem logar að fullum krafti. Á að stöðva hjól íslenska samfélagsins sem er partur af miklu stærra gangverki. Þetta er eins og reka járnkall niður um bílgólf á fullri ferð og reyna þannig að stöðva farartækið.

Umræðan um aðild að EB hefur aldrei verið háværari enn nú. Þjóðin krefst þess að nú sé tekið á málum af skynsemi og hafin strax undirbúningur að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Sú ákvörðun mundi skapa okkur skýrann ramma um efnahagsstefnuna. Einnig mundi hefjast markviss undirbúningur að breytingum á laga og reglugerðaumhverfi samfélagsins. Það tekur vissulega tíma að breyta stefnunni en um það erum við meðvituð.

Þegar slíkur rammi væri kominn utan um okkar mál er loks hægt að fara að gera áætlanir í viðskiptum sem mark er takandi á. Á það bæði við um ríkisfjármálin og rekstur fyrirtækjanna og heimilanna í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kvitt og kveðja

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband