Sammála Jóni Baldvin

Þó ég sé ekki búin að lesa greiningu í Mannlífi með Jóni Baldvin, þá er ég sammála honum þegar hann segir að skipta þurfi um stjórnendur í Seðlabankanum. Þessi síðast vaxtahækkun bankans er þvílíkt óráð svo ekki sé talað um dylgjur Davíðs Oddsonar um að einhver öfl hafi orsakað gengisfall krónunnar. Ætli það sé "Baugsmafían eða hennar fylgifiskar" sem standa þar að baki. Að maðurinn skuli láta slíkt útúr sér og komast upp með það. En betra að snúa sér að öðru vitlegra tali sem eru þær háværu raddir sem heyrast æ sterkar um að skoða þurfi í alvöru að hefja undirbúning að aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Við verðum að hefjast handa og það strax við að undirbúa málið. Raunar veit ég að undirbúningur hefur verið í gangi innan Samfylkingarinnar. Þar hafa málin verið rædd og krufin til mergjar og þar hefur stór hópur málefnalegra íslendinga séð að rétt er að ganga til þessa verks. Það er með öllu óskiljanlegt að hugsandi fólk sem vill teljast málefnalegt og telur sig bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, skuli ekki vilja ljá máls á að taka þess umræðu.

Kannski er þessi efnahagsdýfa sem nú er í gangi okkur Evrópusinnum hagstæð. Hún opnar vonandi augu hins almenna borgar fyrir því að nú sé nóg komið af þeirri firru að við getum verið út á reginhafi alþjóðafjármála með pínulítinn gjaldmiðil og hentistjórnun dintótts og valdasjúks seðlabankastjóra sem fær strengjabrúður í einkavinaklúbbnum til að dansa með og halda fram rökum sem ekki halda vatni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikið að einhver þorir að segja það opinberlega að það ætti að reka Davíð úr Seðlabankanum og helst ætti að vera búið að ganga í ESB og taka upp evru og um leið að losa okkur við alla "hryðjuverkamennina" í Seðlabankanum.  Stýrivaxtahækkunin um daginn var "vitlausasta" efnahagsaðgerð sem hægt var að framkvæma, gengið og hlutabréfin hækkuðu jú þann daginn en fóru að lækka daginn eftir, það er talið að "stýrivaxtalækkun" í USA hafi haft þau áhrif sem áður er getið en ekki hækkun Seðlabanka Íslands.

Jóhann Elíasson, 29.3.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er líka merkilegt að það eina sem hinir sem ekki vilja ræða kosti þess að ganga í Evrópusambandið hafa til málanna að leggja er:  "Þið talið eins og innganga í Evrópusambandið leysi öll vandamál."

Meira er ekki rætt um málin á þeim bæ.  Hvernig stendur á þessu?

Jón Halldór Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvergi hefur komið fram að ég (ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig, get ekki lagt öðrum til skoðanir) telji að innganga okkar í ESB leysi öll okkar vandmál en ég er þess fullviss að vandamálunum fækkar t.d losnum við undan efnahagsráðleysi ríkisstjórnarinnar og aðgerðum hryðjuverkamannanna í Seðlabankanum.

Jóhann Elíasson, 3.4.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband