Umræðan um Evrópusambandið

Umræðan um Evrópusambandsaðild verður háværari með hverjum deginum hér á landi sem er ekki skrítið. Ástæðurnar æpa líka á okkur úr öllum áttum. Krónan okkar er svo agnarsmá að hún á sér ekki lífsvon í ólgusjó alþjóðlegra fjármálamarkaða. Það er enginn áfellisdómur yfir neinum heldur bláköld staðreynd sem við verðum að vinna út frá. Ef við tökum sjósókn sem dæmi á má líkja þessu við smábát sem hoppar og skoppar á öldutoppum út á reginhafi í hvernig veðri sem er. Það hefur ekki enn tekist að smíða skip sem getur ekki sokkið þó margir hafi reynt. Það er mun öruggara að ferðast með stóru vel hönnuðu skip milli landa, en smábát. Þó er stjórn Seðlabankans að rembast eins og rjúpan við staurinn að hafa stjórn á íslenska hagkerfinu sem bert fyrir veðri og vindum á alþjóðahafi peningamála með örgjaldmiðli og okurvöxtum.

Þessi þráhyggja er beinlínis hlægileg en um leið alveg ömurleg og óskiljanleg. Menn reyna að bíða af sér umræður eins og einu sinni var hægt og rembast við að telja okkur trú um að þetta sé besta leiðin fyrir fólkið í landinu. Fólkið í landinu veit bara betur og gerir kröfur um úrbætur. Þjóðin kann að lesa, skrifa og reikna svo það gengur ekki lengur að bera svona fáránlega hluti á borð fyrir hana. Við erum upplýst þjóð sem er meðvituð um að vera hluti af alheiminum, en ekki einangruð og fáfróð eins og við vorum fyrir fáeinum áratugum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband