6.2.2008 | 17:50
Hestakerrur frá Hvammstanga
Hér á Hvammstanga er rekið lítið bílaverkstæði sem heitir Bílagerði ehf. Til að fylla uppí "dauða tíma" var fyrir nokkrum árum farið að smíða kerrur fyrir vélsleða, hesta og hvað annað sem flytja þarf. Þörfum markaðarinns hefur verið sinnt af kostgæfni og nú er svo komið að hestakerrur frá Bílagerði eru af hestamönnum, taldar með þeim bestu á landinu. Starfsmönnum hefur fjölgað hægt og sígandi og nú er það húsnæðið sem setur skorður frekar en eftirspurn. Þarna er vaxtarbroddur sem huga þarf að og koma til móts við. Góð mótvægisaðgerð eða hvað. Auðvitað Kveðja frá Hvammstanga fríðabjarna
Um bloggið
289 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi leið til að skapa störf er mjög athyglisverð. Byggir á kunnáttu og aðstöðu, sem má nýta betur.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 11:55
Auðvitað Mjög gott til að skapa atvinnu Fríða, líka upp á kunnáttu að gera ennnnnn ´haf ekki bara margir smíðað slíkt í sínum bílskúrum ??
Erna Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 22:52
Þarna er líka verið að tala um kunnáttu til að fylgja öryggiskröfum sem settar eru í dag varðandi svo margt í þessari framleiðslu. Svo fer bílskúrssmiðum fækkandi af ýmsum ástæðum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.