Almennt þjónustustig hátt í Húnaþingi vestra

Á atvinnumálafundinum 22. janúar kom fram í umræðum um ferðamál að almennt þjónustustig væri mjög hátt í sveitarfélaginu. bæði það opinbera og einkarekna. Þetta atriði er afar mikilvægt fyrir okkur öll og með góðri kynningu á það að laða til okkar fólk og fyrirtæki. Í ferðaþjónustunni er þetta líka mjög mikilvægur hlekkur. Fjölmörg heilsárs rekin fyrirtæki í almennri þjónustu er ómissandi hluti af ferðaþjónustu.

Heilsugæsla, matvöruverslanir, bifreiðaverkstæði, bakarí, áfengisútsala, hárgreiðslustofa, blómabúð, þvottahús og svo framvegis og framvegis. Ferðamennirnir eru bara fólk eins og við sem þarf á allskonar þjónustu að halda og nýtir hana líka.

Húnaþing vestra er aðlaðandi kostur til búsetu. Hér er undirlendi mikið og grösugt, samgöngur góðar, við erum miðsvæðis milli Akureyrar, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Vestfirðirnir, Borgarfjörðurinn og Skagafjörðurinn handan við hornið. Við komumst allra okkar ferða allt árið um kring og erum í alfaraleið. Hér býr dugmikið og framsækið fólk sem lítur á breytingar í samfélaginu sem verkefni, en ekki tilefni til vols eða væls. Við horfum fram og erum ekki föst í fortíðardraugum sem tröllríða mörgum byggðarlögum nú um stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband