Góður árangur hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Ég var á fundi um atvinnumál í Húnaþingi vestra (Hvammstangi og nærsveitir) 22. jan. s.l. sem var liður í vinnu ráðherranefndar um aðgerðir í atvinnumálum á Norðurlandi vestra. Þrír vinnuhópar störfuðu á fundinum og var einn um færslu opinberra starfa út á land. Talsmaður hópsins var Elín Jóna Rósenberg Fjármálastóri Fæðingarorlofssjóðs. Í máli hennar kom fram að á því eina ári sem sjóðurinn hefur starfað á Hvammstanga, hafi náðst verulegur árangur í að bæta þjónustu hans. Tíminn frá því umsókn berst og þar til búið er að afgreiða hana hefur styttast og þeim úrskurðum sem vísað er til úrskurðarnefndar og nefndin hnekkir (sendir til baka) hefur fækkað verulega. Þarna er stafsmannavelta í lágmarki og menntunarstig starfsmanna hátt. Hópurinn myndar samhent og skilvirkt teymi sem vinnur mjög faglega.

Þessi góði árangur er mikil hvatning til ríkisstofnana að flytja störf út á land. Ungt fólk vill setjast þar að og tekur fagnandi þeim tækifærum sem þar bjóðast. Það er virkilega sterk mótvægisaðgerð að flytja slík atvinnutækifæri á landsbyggðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er nú ekki að spyrja að okkur Húnvetningum gaman að heyra þetta. heyrði aðeins hérna að þetta væri fáránlegt að þurfa að senda allt norður,fólk hélt greinilega að það gengi hægt vinnan þar. Húrra fyrir þessu

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott mál.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband