24.1.2008 | 01:04
Vestmannaeyjar og gosið
Mikið var fróðlegt og gaman að fylgjast með Kastljósinu í kvöld frá Eyjum. Þar kom vel í ljós hvað samstaða, elja og þrautseigja geta áorkað. Neita að gefast upp og hafa trú á verkefninu. Þarna var enginn grátkór á ferð, heldur fólk á öllum aldri sem vissi hvað það hafði og var að þakka fyrir lífgjöfina þegar tæpt stóð. Sögurnar voru margar og góðar, en parið sem hafði sofið yfir sig, var afskaplega góð saga og sögð svo fallega og af svo mikill einlægni. Möguleikar Eyjamanna í ferðaþjónustu eru gríðarlegir og uppgröftur húsanna er einstakur á heimsvísu. Þarna er verið að grafa upp rústir eftir svo skamman tíma að meiri hluti íbúa þeirra er enn á lífi og getur gefið húsunum líf með minningum fyrir og úr gosinu. Þarna er um heimssögulegan atburð að ræða sem margir vilja skoða og svo eru til heimildarmyndir. Til hamingju Eyjamenn
Um bloggið
289 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk takk Fríða mín.Já þátturinn var mjög góður í gærkveldi en við Eyjamenn hefðum viljað sjá meira :) og heyra fleyri sögur af nóttini góðu/slæmu.En tíminn var öruglega að skornum skammti svo, svo............................Þetta var góður þáttur
Hanna Sigga (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.