Föt og hnífar

Já það gengur á ýmsu í pólitíkinni. Með hnífasett í baki og bréfabunka í hendi vaða menn um völlinn og reyna að slá sig til riddara. Heldur finnst mér nú lagst lágt þegar verið er að skattyrðast út af nokkrum spjörum sem menn eru meira að segja vaxnir uppúr. Það þarf enginn að segja mér að þetta sé í fyrsta skipti sem frambjóðendur eru dressaðir upp fyrir kosningar. Litgreining, framkoma í fjölmiðlum og annað eftir því hefur örugglega verið partur af ímyndarsköpun frambjóðenda til margra ára. Þó þú sért ósammála einhverjum, þá þýðir það ekki að sá hinn sami sé óalandi og óferjandi. Sá sem ásakar annan er oft að lýsa eigin innræti þegar betur er að gáð. Og vopn í hendi getur verið varasamt. Endilega notið eitthvað sem skiptir máli fyrir fólkið í landinu þegar takast skal á í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta. Sorgleg stjórnmál, þegar vegið er svona að persónu fólks.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er persónulegt níð og ekkert annað.  Hann Guðjón Ólafur Jónsson virðist vera maður sem ekki getur tekið tapi og það sem meira er hann hefur sýnt það að hann er til alls líklegur.

Jóhann Elíasson, 25.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband