Að vakna við vondann draum

Ég skreið undir sæng um 5 leitið, til að fá mér smá síðdegisblund og vaknaði rétt í þann mund að fréttirnar á Stöð 2 voru að fara í loftið. Ég var aðeins ná áttum, þreifa eftir gleraugunum og einhverjum spjörum þegar Edda Andrés byrjar að lesa fréttayfirlitið. Meirihlutinn í Reykjavík sprunginn og búið að jarða Fisher í kyrrþey fyrir austan fjall. Ég er svosem ekki hissa á að Fisher hafi verið búinn að hugsa fyrir sínum legstað og viljað ráða því sjálfur, gott hjá honum og blessuð sé minning hans. 

En hvað er í gangi í Reykjavík, er 1 apríl eða hvað - nei það er víst 21. jan. Ég reyni að ná skipulagi í kollinu, en hvað er nú þetta? Ólafur F að verða borgarstjóri og kominn undir sæng með Villa og félögum. Nú fyrst versnar það og hver var svo ágreiningurinn. Ég reyni að átta mig á ruglinu. Ég svelgi í mig langar og margar viðtalarunur og átta mig betur og betur á því að hér eitthvað mjög furðulegt á ferðinni. Að skipta Degi B. Eggertssyni út fyrir Ólaf F. Magnússon er eins og bjóða hafragraut fyrir nautasteik með öllu. Jakkafötin hans Björns Inga verða bara hlægileg og hnífasettin í bakinu á vinum hans líka. Á að bjóða Reykvíkingum þetta rugl í borgarstjórn. Hvað ef Ólafi finnst á sig hallað eða á móti sér mælt. Fer hann þá bara og finnur sér nýja "leikfélaga".

Ég var síðan með pylsur í kvöldmatinn og þá rifjast það upp að fyrir margt löngu þurfti ég að láta sauma gat á hausnum á yngri syni mínum. Þá var Ólafur F læknir hjá okkur og meðan hann var að setja nokkur spor í strákinn, var hann stöðugt að tönglast á því að hann hefði borðað pylsur í hádeginu sem hann hafði geymt sem leifar í ísskápnum hjá sér yfir nótt. Hann var svo sjúklega hræddur við að fá matareitrun og deyja. Ég og meinatæknirinn glottum á laumi og kyntum heldur undir. Grun hef ég um að pylsurnar hafi farið til baka eftir að bróderinguni var lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

passa sig á pylsunum
Langar að biðja ykkur Sævar að senda henni Elvu minni ljós, hún liggur á sjúkrahúsi í Randers, Regions hospital hæð c6 stofu 5, hún var í aðgerð þann 9 þ.m. og fékk svo sýkingu í allt saman, hún var flutt á sjúkrahúsið í fyrrinótt og fór í aðgerð í gær og þeir eru ekki búnir að loka henni, gleymdi að spyrja tengdasoninn hvenær það yrði gert, talaði bara stutt við hann.

Nú eru mömmuáhyggjurnar á fullu og mundi eftir ykkur og því sem þið eruð að gera, er búin að tala við gamla bænahringinn minn og leita nú til ykkar.

Kær kveðja með miklu þakklæti

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Regína Elva Jónsdóttir er fullt nafn.

Takk aftur  

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Gunna mín, þar ekkert sjálfsagðar en að biðja fyrir henni dóttur þinni. Setjum nafnið hennar í bókina góðu. Gangi ykkur allt í haginn Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo í öðru lagi þá mér finnst alveg með endemun hvernig hann Ólafur F getur snúið fólki í kringum sig eins og skopparakriglum. Mikið langar íhaldið í stólana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Takk Fríða mín, ég vissi það líka að það yrði gert

já stólarnir....

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.1.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband