Framboð til Forseta

Ég er afar ánægð með að Ólafur Ragnar Grímsson skuli gefa kost á sér til forsetaframboðs einu sinni enn. Hann hefur að mínu mati staðið sig gríðarlega vel í embætti og er sem stendur að gera svo marga góða hluti á alþjóða vettvangi, að mér finnst nauðsynlegt að hann verði í embætti eitt kjörtímabíl í viðbót. Hann mundi eflaust halda áfram að vinna að þessum málum, en það er mun sterkara að hann geri það í embætti en utan þess.

Mér er að sama skapi lítt um það gefið að Ástþór Magnússon blandi sér í málið enn einu sinni. Hann hefur þegar gert það tvisvar of oft. Ég er mjög sammála fyrrverandi formanni kjörstjórnar í Reykjavíkur kjördæmi norður um það að endurskoða beri reglur um fyrirkomulag framboðs til forseta hvað varðar fjölda meðmælenda og hver texti á meðmælendaskjölum skuli vera. Það er misþyrming á lýðræðinu að hægt sé að gera at í þjóðinni trekk í trekk með þessum hætti.

Ég skora á Ástþór Magnússon að láta af þessari þráhyggju og láta það fé sem hugsanlega færi í kosningabaráttuna, renna til líknarmála. Hann væri maður að meiri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband