Nýtt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla þið öll sem kíkið inn á síðuna mína. Fyrsta barnið var stúlka og það segir mér að þetta verði ár kvenna í heiminum. Við erum reyndar nýbúin að sjá að baki þeirri stórkostlegu konu Bersir Butto sem er afar sorglegt fyrir allan heiminn. Hún var af þeim sem gerst þekkti til, talin vera helsta lýðræðisvon Pakistana. Hvernig spilast úr málum þar er eftir að koma í ljós og vonandi færist þjóðfélagið til meira frjálsræðis og lýðræðis. Annað fjölmennt ríki, Bandaríkin munu velja sér forseta næsta haust. Mínar vonir standa til þessa að Hillary Clinton ná að komast í þann forsetastól. Heiminn þyrstir eftir nýjum vindum að vestan, þar sem látið verður af skefjalausum áróðri fyrir stríði. Hryðjuverkaógnin hefur verið útblásin af Haukunum svo hægt væri að framleiða meiri og meiri vopn.  Við þurfum svo mikið af nýrri hugsun inn í alþjóðasamfélagið þar sem umburðarlyndi og fræðsla taka við af fordómum og dómhörku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gleðilegt ár!

Ég tek undir þetta með nýjar áherslur í alþjóðamálum, og er nærri viss um að heimurinn fær betri bandaríkjaforseta í haust.

Ég segi heimurinn, af því að þetta starf er svo mikilvægt fyrir heimsbyggðina.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.1.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gleðilegt ár Fríða mín, knús í bæinn

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband