Áfangasigur í Balí

Niðurstaða fundarins í Balí er afar athyglisverð fyrir þær sakir að nú er forystuþjóð þeirra sem hafa viljað fara sínar eigin leiðir, Bandaríkin loks komin að borðinu og skrifaði undir niðurstöðu fundarins. Friðarverðlaun Nóbels komu líka til Bandríkjamannsins Al Gor sem hefur verið óþreytandi að upplýsa sína meðbræður um mikilvægis umhverfismála. Viðhorfsbreyting í svona umfangsmiklum málaflokki tekur gríðarlegan tíma og er afar umfangs mikil. Ég hef séð ummæli í fjölmiðlum, þess efnis að umhverfisvernd væri ekki friðarmál. Þar er mikil skammsýni á ferð, því ef það er einhver ástæða til að berjast um eitthvað þá er það vatn og súrefni. Orðalag í trúarbókmenntum eru hjóm eitt miðað við slíkar grundvallarþarfir. Ég hef sterka vissu í mínum huga fyrir því að mannkyninu muni auðnast að bjarga loftslagsmálum okkar jarðarbúa. Og sama vissan segir mér að það séu einmitt umhverfismálin sem fái okkur til að vinna saman sem ein heild og þannig náist friður á jörðinni. Við Íslendingar erum gríðarlega mikilvægur hlekkur í þessari keðju. Við höfum náð afar langt á þessum sviðum og getum miðlað gríðarlegri þekkingu á svo mörgum sviðum.  Við höfum sýnt það og sannað að það er algjör óþarfi að eyða tíma, mannafla og fjármunum í hernað. Við höfum á undra skömmum tíma náð að brjótast úr sárustu fátækt til alsnægta. Við höfum með gríðarlegri tækniþekkingu beislað mikið að hreinni orku. Hér er atvinnustig hátt, menntun góð, manngildi virt, fátækt lítil á heimsmælikvarða. Við höfum öfluga almannaþjónustu og þó hún sé á vissan hátt á villigötum nú um stundir, þá höfum við alla burði til að lagfæra það og það sem betra er, núverandi stjórnvöld hafa viljann til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.12.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, ég er ansi sammála þessu og ekki síst því að aðgangaurinn að til dæmis vatni verður kannski mikilvægari en olían, sem mörgum stríðunum hefur ollið.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.12.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar og þakkir fyrir árið sem er að líða.

Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gleðileg jól Fríða mín, skilaðu smá knúsi á  Sævar

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.12.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband