30.11.2007 | 15:59
Málfrelsi þingmanna
Ég get ómögulega tekið undir þau sjónarmið Vinstri grænna að það sé skerðing á málfrelsi að takmarka ræðutíma þingmanna í umræðum á Alþingi. Helgi Hjörvar pakkaði þessari andstöðu þeirra snyrtilega inn þegar hann sagði að ef þingmenn gætu ekki tjáð skoðun sína á máli á 15 mínútum þá væru hlutirnir einfaldlega ekki í lagi. Það fátt leiðinlegra en langorðir ræðumenn og þar eru þingmenn í algjörum sérflokki. Þeir hafa allflestir tileinkað sér langar útskýringar, gjarnan endurtekningar og orðskrúð sem í mörgum tilfellum er algjörlega óþarft. Umræður um mál á Alþingi og utan þess eiga að vera gegnorðar og málefnalegar. Þannig kemst lýðræðið best til skila og þannig fá fleiri að tjá sig. Langorðir ræðumenn skerða málfrelsi hinna
Um bloggið
127 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.