Meira um áfallatryggingasjóð

Ég las í Mogganum áðan að Gylfi Ásbjörnsson er svartsýnn á að hugmyndin um Áfallatryggingarsjóð nái að blómstra. Mér finnst allt og snemmt að afskrifa þessa frábæru hugmynd og Gylfi hefur sjálfur sagt að viðhorfsvinnan mundi taka tíma. Í stað þess að fara í fýlu þá eiga allir aðilar sem koma að þessum málum að setjast niður og finna flöt sem allir geta náð samstöðu um og hagnast á. Endurhæfing fljótt og eftirfylgni um lengri tíma er afar brýnt mál. Að finna leið til að fólk haldi sínu fjárhagslega sjálfstæði er líka afar brýnt mál.  Aðila málsins tel ég vera; félagsmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið,  lífeyrissjóðina, öryrkjabandalagið, launþegahreyfingarnar, vinnuveitendur, endurhæfingaraðila, þar á meðal Endurhæfingu Norðurlands og fleiri. Það er oft þannig að góðar hugmyndir eru nokkurn tíma að ná eyrum allra og það tekur tíma að kynna málið. Hugmyndin að baki Áfallatryggingarsjóðs er alltof góð til að við köstum henni. Það getur þurft að laga hana betur að fleiri hópum og það er ekkert ómögulegt í þeim efnum. Sjónarmiðiðin eru mörg og þau ber að skoða vandlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góðan daginn Fríða, bara smá innlitskvitt

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.11.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband