Áfallatryggingasjóður

Nú í aðdraganda komandi kjarasamninga hafa ASÍ og Samtök Atvinnulífsins sett af stað vinnu við endurskoðun veikindaréttar, sjúkradagpeninga, örorkubóta og endurhæfingar.

Tillögur starfshópsins eru að veikindaréttur verði 2 mánuðir, sem launþeginn vinnur sér inn fyrstu 2 árin á vinnumarkaði. Sá réttur flytjist síðan sjálfkrafa milli vinnustaða. Ef veikindi standa lengur en 2 mánuði sækir launþeginn um bætur hjá Áfallatryggingasjóði og á sama tíma fer í gang endurhæfingarferli. Miðast endurhæfing ávalt við þarfir hvers einstaklings og er honum fylgt eftir alla leið.

Áfallatryggingasjóður kemur í stað sjúkradagpeninga frá stéttarfélögum og Tryggingastofnun og í stað örorkulífeyris frá Lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.

Sjóðurinn greiðir bætur í allt að 5 ár. Einnig greiðir hann kostnað við endurhæfingu starfhenduhæfingu og nám, ef launþegi þarf að breyta um starfsvettvang. Starfsstöðvar sjóðsins verða um allt land og sem næst þeim sem þiggja þjónustu sjóðsins. Sjóðurinn verður til með framlögum frá aðilum vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðum og væntanlega ríkinu. Bætur taka mið af tekjum viðkomandi fyrir veikindi, en verða ekki tekjutengdar að öðru leiti. Málið er enn á umræðustigi og ekki ljóst hver niðurstaðan verður.

Nánar á www.asi.is - fréttaefni – veikindaréttur – Kynning á...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Er þetta ekki greinilegt spor í framfaraátt? Mér sýnist það.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband