Fyrirgefningin

Það er til fyrir myndar að verslunareigandinn í búðinni í Hlíðunum skuli fara þá leið að gefa drengjunum færi á að koma til sín og biðjast fyrirgefningar. Fyrirgefning er mun áhrifaríkari en refsing og því fylgir mjög sterk tilfinning að fá fyrirgefningu þegar mistök hafa verið gerð . Ég sá frétt um daginn í sjónvarpinu þar sem Biskup í Afríkuríki talaði um nauðsyn þess að deiluaðilar í landi hans sættust. Hann talaði um fyrirgefninguna sem lausn og vísaði þar í Suður Afríku sem dæmi. Hann taldi Stríðsglæpadómstól ekki geta lokið þessu máli. Það var á þessum manni að skilja að Nelson Mandela hefði verið talsmaður þessarar aðferðar og hún hafi gefist vel það. Þarna fannst mér koma fram nýr tónn sem mannkynið þarf að gefa meiri gaum að. Að finna lausn á málum er svo nauðsynlegt, hvort sem það er í smáu eða stóru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek heilshugar undir þetta.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sannarlega alveg hárrétt!

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.11.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband