Að gera eitthvað sérstakt

 

Öll viljum við, finna eitthvað sérstakt, gera eitthvað sérstakt og vera eitthvað sérstakt.

Við hér í Húnaþingi vestra (Hvammstangi og nágrenni) höfum uppgötvað að við höfum eitthvað sérstakt í okkar byggðarlagi og viljum gjarna gera eitthvað sérstakt við þessa uppgötvun. Við höfum alla burði til að verða sérstök á heimsvísu í náttúrutengdri ferðaþjónustu.

Og þetta sérstaka okkar er selurinn sem liggur hér í látrum á ströndum Húnaflóa. Selurinn var til skamms tíma talinn hinn mesti skaðvaldur vegna hringorma sem bærust frá honum í þorskinn og það kostaði fiskvinnsluna stórfé að plokka úr fiskholdinu.

Selurinn hefur verið hér hjá okkur um aldir hefur verið svo sjálfsagður partur af umhverfi okkar. Og hverjir vöktu athygli okkar á selnum, voru það íslenskir ráðgjafar í ferðaþjónustu? Nei það voru ferðamenn sem hafa komið hingað undanfarna áratugi til að skoða sel.

Við vorum upptekin af að segja þessum ferðamönnum frá klettum, fjöllum, fossum og ýmsu öðru sem okkur fannst sjálfsagt að þeir hefðu áhuga á. Þeim fannst örugglega flott að skoða þessi náttúrundur okkar, en fyrst og fremst var það selurinn sem heillaði. Á gististöðum í héraðinu var auðvitað reynt að kynna svæðið, en ferðamennirnir kinkuðu kolli og spurðu svo. Hvar getum við séð selina?

Þar koma að við vöknuðum, stofnuðum Selasetur Íslands ehf og hófumst handa. Með því að reka Selasetrið sem fræðasafn og rannsóknarsetur, fengust fjármunir frá ríkinu. Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa líka keypt hluti í fyrirtækinu. Áhugafólk um selaskoðun kemur í safnið og er mjög ánægt, en það vill líka skoða lifandi dýr í náttúrlegu umhverfi. Því hafa verið stofnuð fyrirtæki sérstaklega til þess að sinna þeirri þörf.

Áki ehf býður uppá selaskoðun af sjó frá Hvammstanga og Æðarvarp ehf er að byggja upp aðstöðu til selaskoðunar af landi á Illugastöðum á Vatnsnesi. Bæði þessi fyrirtæki eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu og eru að bjóða þjónustu sem ekki er boðin með þessum hætti annarstaðar við landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst þetta frábært framtak og það er mikið verk að markaðssetja þetta. Miklir möguleikar.  En fyrir stuttar ferðir fyrir Evrópu er svo mikilvægt að hafa beint flug á staðinn.  3-4 klst akstur er ansi mikið fyrir fólk sem er að koma í 3-4 tíma helgarferð.

Sauðkindin og ullin, hangikjötið og heiti potturinn, landinn, sviðin og hraglandinn, gömlu jólasveinarnir og hestaferðir  er líka eitthvað sem má bjóða ferðafólki sem heimsækir Húnaþing. Af nógu er að taka.

En markaðs og kynningar mál og greiðar samgöngur eru lykilatriði í ferðaþjónustu.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband