Að sjá tækifærin

Fyrir svona 5 árum fannst mér að æskustöðvararnar mínar á Vatnsnesinu væri sveit án framtíðar, án tækifæra. Þar væri engin laxveiði á og þetta væri bara útkjálki sem enginn vildi neitt með hafa. Ég sá sem sagt enga möguleika þar til uppbyggingar bara eina leið og það niður. En síðan eru liðin 5 ár eins og áður sagði. Nú hafa augun opnast og möguleikarnir eru ljósir. Það er ferðaþjónustan sem geymir gullmolana. Selurinn liggur þar á skerjum og steinum á og við ströndina. Frá því snemma á vorin og fram eftir hausti koma ferðamenn frá öllum heimshornum að skoða þessi fallegu dýr í náttúrlegu umhverfi. Þessi erlendu ferðamenn eru okkar sjóður og það er okkar að koma til móts við þá og þjóna þeim sem best. Koma upp skoðunaraðstöðu fyrir þá, veita þeim upplýsingar, bjóða upp á afþreyingu sem höfðar til þeirra o.fl. o.fl.

Ferðaskrifstofur erlendis leita nú eftir að komast í samband við ferðaþjónustu á landsbyggðinni með vetrarþjónustu í huga. Nú er það okkar að svara kalli og finna afþreyingu að vetrarlagi sem vekur áhuga og eftirsókn. Hugsum málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband