Mínar fyrirmyndir

Mikið er ég glöð með að vera farin að blogga með ykkur kæru Skutlarar. Það eru ekki nein smá forréttindi. Mikið getur hugurinn verið stórkostlegur og þær myndir sem verða til inni í kúpunni. Þegar ég var lítil sveitastelpa á Vatnsnesinu, átti ég með fyrirmynd sem hét Jósefína Helgadóttir. Hún var formaður sambands kvennafélaganna í Vestur Húnavatnssýslu og átti öðrum fremur þátt í að á Hvammstanga var byggt sjúkrahús og elliheimili með ca 30 árumum. Í mínum huga var hún svooo stór og kjarkmikil. Ég ætlaði sko að vara svona eins og Jósefína þegar ég yrði stór. Eins og þið vitið þá er forsetafrúin okkar hún Doriet smávaxin og nett. Þegar Ólafur Ragnar var settur inn í embætti síðast, þá var Doriet í glæsilegum skautbúningi sem upphaflega var gerður fyrir áðurnefnda Jósefínu. Hún er samt og verður ætíð stór í mínum huga, hún stóð nefnilega fyrir stórkostlegum sumarhátíð til að fjármagna spítalann. Þá fengu allir að fara og við krakkaskottin fengum pening fyrir öllu mögulegu.

Nú er komin ný fyrirmynd og ekki er hún stórvaxin heldur, en svo stórkostleg persóna og mikill leiðtogi að leitun er að öður eins. Þetta er hún Ingibjög Sólrún Gísladóttir formaðurinn okkar í og það er svo góð tilfinning að vera í Samfylkingunni. Með jafnaðarmannakveðju Fríða Bjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sjúkarhúsið var með 30 rúmum ekki árum. Jósefína var gift Skúla Guðmundssyni alþingismanna Framsóknar til margra ára

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.11.2007 kl. 18:39

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það var nú gott að sjúkrahúsið var ekki með 30 árum, það hefði verið uggvænlegt að leggjast þar inn

Skagakveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.11.2007 kl. 00:44

3 identicon

Sæl og blessuð Fríða. Ég sá tengil á bloggið þitt af bloggsíðu Gunnu Jóh. Alltaf gaman að rekast á fólk sem maður kannast við í þessum stóra bloggheimi :-)

kveðja, Helga Hinriks

Helga Hinriks (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta var merkileg manneskja hún Jósefína.  Mikill félagsmálafrömuður.

Það er mjög mikið af framfarasinnuðu fólki sem hefur markað sín spor í Húnaþingi, en sennilega er Jósefína fremst kvenna.

Ég tek undir það hjá þér að selurinn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 

Ég held líka að skoðunarferð upp í Ánastaðasel gæti líka verið afar forvitnilegt fyrir ferðafólk.

Það að fá að gægjast inn í gættina á fortíðinni er nefnilega mjög eftirsóknarvert.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband