Vorum svo heppin að fá ekki togara.

Þessa setningu sagði ég fyrir nokkrum árum við Svavar Gestson, þá þingmannþegar hann kom í heimsókn á þáverandi vinnustað minn Meleyri á Hvammstanga. Togaraskorturinn gerði það að verkum að við höfum nú á síðustu 2 til 3 áratugum stofnað ýmiskonar fyrirtæki. Sum hafa lifað en önnur ekki. Sum hafa verið seld burtu og önnur ekki eins og gengur. Sem betur fer vorum við ekki dæmd í frystihúsavinnu, sem er einhver leiðinlegasta starf sem ég hef kynnst. Rækjufæribandið er heiladautt starf, en þó þrifalegra en fiskvinnan. Þó að við séum ekki svo mörg í sveitarfélaginu eða um 1200 þá erum við nú með nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og það eru mörg ár síðan einhverjum hér datt í hug í alvöru að setja hér á stofn fiskvinnslu aðra en rækjuvinnslu sem hefur verið hér síðan 1972. Ég er svo ánægð með togaraskortinn í dag og sé hér grósku sem ekki er eins virk þar sem treyst er á einn stórann aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Sæl Fríða mín!

Já það má með sanni segja að fólk hefur ekki gefist upp þarna á Tanganum :)  Ég get svo sem tekið undir það að rækjubandið er ekki mjög "þroskandi" vinna, en þar var nú samt oft næði til að velta vöngum yfir ýmsu, jafnvel gat maður "gert upp" gömul mál. Við gleymum svo oft að fiskurinn var nú einu sinni það sem hélt okkur á floti og viljum ekki vinna þessa vinnu, ég hef unnið í rækju, fiski, leikskóla og mörgum fl. störfum og mér finnst afar gott að hafa verið svo lánsöm að fá að vinna í fiski og kynnast þeirri hlið ekkert síður en hinu. Átti marga góða stund bæði í Meleyri og svo í fiskinum á Bíldó, margar skemmtilegar stundir sem ég hefði ekki viljað missa af.

Góða nótt mín kæra og takk fyrir pistil, hann kom mér til að  minnast margra góðra vinnufélaga.  Knús á ykkur hjónakornin  

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.11.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Gunna mín

Já ég veit vel að ég er kanski vanþakklát og uppástöndur að geta ekki hugsað mér að vinna í fiski. Meiningin var ná kanski frekar sú að hér er miðað við fólksfjölda, alveg ótrúlega mikið úrval af störfum og það þakka ég því að við erum ekki og höfum ekki verið með einn mjög stórann vinnuveitanda. Takk fyrir kveðjuna og sömuleiðis. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

satt segirðu Fríða, en nei ég meinti það nú ekki að þú værir vanþakklát, en það eru svo margir sem líta niður á þá sem vinna fiskvinnslustörfin og gleyma því að þetta hélt okkur uppi.

Hitt er annað mál að á Hvammstanga er alveg ótrúlegur fjöldi einyrkja og kraftaverkafólks, enda er ég stolt af því að vera Húnvetningur í hjarta mínu og svo liggja mínar rætur þarna, þ.e. langalangafi minn átti heima í Húnaþingi vestra.

Kær kveðja 

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.11.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband