"Erlendir" peningar!!

Það er í raun fáránlegt að tala um erlenda og innlenda peninga. Í mínum huga er fjármagn eitthvað sem streymir um hagkerfi heimsins án landamæra. Þetta er jafn fáránlegt og að tala um að halda peningum í heimabyggð með því að leggja aurana sína inn á bók í bankaútibúinu "heima". Það sem skiptir mái er að fjármunir séu í veltunni á svæðinu og skapi kaupmatt þegnanna. Lánsfé á skaplegum kjörum er mun líklegra til að skapa hagsæld í byggðarlaginu, en fé sem situr ekki er hreyft. Auðvitað eykur það líkur á meiri veltu í byggðarlaginu, ef fé er lagt inn í Sparisjóð á svæðinu, en stóru bankarnir eru með ákveðnar útlánareglur og veðhæfni eigna á landsbyggðinni er léleg á sumum svæðum. Hinir svokölluðu erlendu peningar streyma munu streyma hér út og inn, hér eftir sem hingað til. Það eru tekjurnar af peningastreyminu sem skipta máli og við íslendingar höfum verið að klifa upp tekjustigann undan farin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er sammála þessu. Það eru ekki til erlendir peningar. Við erum hluti af evrópsku efnahagskerfi. Eða alþjóðlegu.

Hins vegar held ég að það hafi mikið gildi fyrir samfélag að hafa fjármálastofnun sem stýrt er af fólki sem býr á staðnum.

Ég bý á Seyðisfirði. Hér er Landsbanka útibú. Landsbankinn gefur út miðstýrt mat um veðhæfni fasteigna. Fasteignir á Seyðisfirði eru lágt metnar af bankanum. Það þýðir að viðskiptavinum bankans sem eiga fasteignir á Seyðisfirði bjóðast mun lakari kjör en öðrum viðskiptavinum bankans. Nokkur dæmi þekki ég um að fólk hér hafi séð þann kost vænstan að flytja viðskipti annað.  Starfsmenn bankans hér fá ekki að meta lánshæfni viðskiptavinarins sjálfstætt, eða veðhæfni þessa eða hins hússins.

Ef hér væri sparisjóður væri veðhæfni metin af mönnum með staðarþekkingu og sparisjóðurinn rekinn með heildarhagsmuni íbúanna og byggðarlagsins í huga.

Ég er viss um að sparisjóður myndi veita hér betri þjónustu og betri kjör, ef við hefðum slíka stofnun.

Svo væri líka gott að fá almenn lán í Evrum. Vextirnir margfalt lægri. Það er nefnilega fjármagnskostnaður sem er að drepa niður litlu fyrirtækin. Það er dýrt að dragnast áfram með þessa stýrivexti á bakinu. Það er þung byrði fyrir íslendinga. Svo eru menn að tala um að lækka tekjuskattinn um 0,5 prósent. Það er ekki það eina sem telur í bugddunni. 

Jón Halldór Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ósköp einfalt peningar eru eins hvaðan sem þeir koma, en svo er gjaldmiðill allt önnur ella fólk er svolítið gjarnt á að rugla þessu tvennu saman.  Ef hin ýmsu hagsmunasamtök hefðu ekki svona sterk ítök í þjóðfélaginu og okkur bæri gæfa til að ganga í ESB og taka upp evruna er nokkuð víst að margt yrði gæfulegra í efnahagsmálum okkar t.d myndum við losna við verðtryggingu lána (sem er ekkert annað en undirliggjandi verðbólga, eða réttara sagt er neysluvísitalan sem notuð er til viðmiðunar), vextir yrðu lægri og það yrði mun meiri stöðugleiki í efnahag þjóðarinnar.

Jóhann Elíasson, 16.9.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband