Bílaeign á Íslandi.

Við erum dugleg að kaupa okkur bíla og það er líka mikið gert til að halda þeim að okkur. Auglýsingar, bílalán og hvers kyns áróður hefur markvisst fjölgað bílum hér á landi árum saman.  Það er ekkert nema sjálfsagt að við eigum bíla og það hefur ekki verið unnið með sýnilegum árangri að því að beina fólki í almenningssamgöngur. Stærð landsins torveldar slíkt vissulega. en hefur verið einhver raunveruleg framþróun á því sviði undanfarin ár. Höfuðborgarsvæðið ætti að vera orðið mjög þróað á því svið og slíkar samgöngur fólki að kostnaðarlausu. Nú er verið að ráða eftirlitsfólk í vagnana hjá SVR til að koma í veg fyrir kortasvindl. Gatnakerfi borgarinnar er á sama tíma að springa og er kannski löngu sprungið. Það er vel þess virði að gera tilraun í tiltekinn tíma með fríar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og skíra af heiðarleika frá niðurstöðu úr þeirri tilraun. Þarna mætti í leiðinni gera tilraun með umhverfisvænni farartæki, breytilegar stærðir og fleira. Við verðum að prófa allar leiðir til að minnka umferð einkabíla, minnka mengun og auka hagkvæmni og umhverfisvernd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður, flestir vilja sjá hér almennilegar almenningssamgöngur, en strætó hefur verið mjög svo fjársvelt fyrirtæki undanfarin ár og alltaf hefur verið eins brugðist við hallarekstri fyrirtækisins, ferðum hefur verið fækkað  (þjónustan skorin niður) og fargjöldin hækkuð.  nú er svo komið að strætó gengur á hálftíma fresti og alltaf fækkar farþegum.  Nú í haust var tekin upp sú nýlunda að sumir "framhaldsskólanemar" eiga að fá frítt í strætó og að sjálfsögðu fjölgaði farþegum, en vegna þess hve leiðakerfið er flókið og ferðir strjálar treysta sér ekki allir "framhaldsskólanemar" til að nota þjónustuna.  Því ekki að ganga alla leið og hafa frítt í strætó fyrir alla og um leið að gera gagngerar endurbætur á leiðakerfinu og fjölga ferðum?  Ég er þess fullviss að þetta yrði jafnvel ódýrara fyrir borgina og það sem er sagt "þjóðhagslega hagkvæmt".

Jóhann Elíasson, 9.9.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband