Að "lækna" samkynhneigða!

Sú fullyrðin að "lækna" samkynhneigð er álíka fáránleg að að "lækna" freknótta. Og ég spyr, lækna hvað. Við erum öll einstök og okkur eru gefnir einstakir hæfileikar, einstakar tilfinningar og einstakt útlit. Hvernig í ósköpunum dettur einhverjum í hug að kynhneigð til annarra fullorðinna einstaklinga flokkist sem veikindi. Kynhneigð til barna er veila sem nauðsynlegt er að meðhöndla og þá af þar til lærðu fagfólki. Gagnkynhneigð, tvíkynhneigð og samkynhneigð eru kenndir sem þjóðum heims ber að virða og taka sem sjálfsögðum rétti hvers og eins. Allar þröngar túlkanir á trúarbrögðum eru til þess fallnar að skapa fordóma, réttlæta kúgun, ofsóknir og manndráp. Skoðanafrelsi, trúfrelsi og frelsi til einkalífs svo sem eru grundvallarmannréttindi. Mannréttindi eru því miður fótum troðin um víða veröld. Það er í mínum huga mannréttindi að fá að giftast maka sínum, hvort hann er að gagnstæðu kyni eða ekki. Þó samkynhneigðir njóti margskonar réttinda hér á landi, hefur þetta skref ekki verið stigið til fulls. Að bjóða samkynhneigðum "lækningu" á ekkert skylt við neina trú eða réttindi. Það eru einstaklega ýktir fordómar sem enginn ætti að hafa í okkar upplýsta samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Annað eins bull hef ég ekki vitað.  Eins og einn vel þekktur "bókstafstrúarmaður" sagðist geta "afhommað" menn.  Svona menn eru ekki með "fulla fimm" (ég stórefast um aðþeir séu einu sinni með hálf fimm).  Kristin trú boðar "umburðarlyndi" ég hef ekki orðið var við neitt umburðarlyndi hjá þessum mönnum. 

Jóhann Elíasson, 9.9.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband